Innlent

Karlarnir frekar í vel launuðum nefndum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vigdís segir að það sem skipti máli að greina niður sé hvort að karlar sitji frekar í launuðum nefndum og konur séu frekar látnar í ólaunaðar nefndir.  Þær bætist ofan á vinnuna sem konurnar sinna á hefðbundnum vinnutíma.
Vigdís segir að það sem skipti máli að greina niður sé hvort að karlar sitji frekar í launuðum nefndum og konur séu frekar látnar í ólaunaðar nefndir. Þær bætist ofan á vinnuna sem konurnar sinna á hefðbundnum vinnutíma. mynd/365
„Þó að það séu margar nefndir, eru þær ekki allar launaðar, en feitustu nefndirnar eru það og oft á tíðum eru það karlmenn sem sitja í þeim,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar sem á sæti hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar.

Vigdís segir að það sem skipti máli að greina niður sé hvort að karlar sitji frekar í launuðum nefndum og konur séu frekar látnar í ólaunaðar nefndir.  Þær bætist ofan á vinnuna sem konurnar sinna á hefðbundnum vinnutíma.

„Það er eitthvað sem að Jafnréttisstofa ætti að vera að skoða. Frekar en að vera að finna út hvað margir karlar og hvað margar konur sitja í nefndum. Því það eru launin sem þarna eru að baki sem skipta mestu máli að mínu mati,“ segir Vigdís.

Vigdís segir að launaðar nefndir ríkisins séu mjög eftirsóttar. „Kúltúrinn á Íslandi er að karlmenn sækja frekar í þessar vel launuðu nefndir. Á meðan eru konur frekar hafðar í velferðarnefndum, sem eru mikið starfshópar sem eru ekki launaðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×