Innlent

Innkalla valhnetur vegna myglu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Þar sem það eru að koma jól er ágætt að minna fólk á að borða ekki myglaðar hnetur, það geti verið varasamt“ segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun.
"Þar sem það eru að koma jól er ágætt að minna fólk á að borða ekki myglaðar hnetur, það geti verið varasamt“ segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. mynd/365
Yggdrasill hefur ákveðið að innkalla eina lotu af valhnetum eftir ábendingu frá neytenda um myglu. „Með einni lotu er átt við allar þær hentur voru sem eru framleiddar sama dag, í þessu tilviki á þetta við um allar valhnetur sem eru merktar best fyrir 15. júlí 2014,“ segir Herdís M. Guðjónsdóttir, matavælafræðingur hjá inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar.

Hún segir að almennt er varasamt að borða myglaðar hnetur vegna sveppaeiturs eða aflatoxíns. Herdís segir þó að það sé ekki sama hætta á myglu í valhnetum og eins í mörgum öðrum tegundum hneta eins og til dæmis jarðahnetum, heslihnetum, pistasíum og einnig möndlum og fíkjum.

„Við erum með innflutningshömlur á þessum tegundum og fleirum. Það er háð því frá hvaða landi hneturnar koma frá hvaða hömlur eru settar á. Til dæmis þegar um ræðir möndlur frá Bandaríkjunum og pistasíur frá Tyrklandi, þá þarf að fylgja rannsóknarvottorð með þeim um að aflatoxín sé undir lágmarki í hnetunum,“ segir Herdís.

„Þar sem það eru að koma jól er ágætt að minna fólk á að borða ekki myglaðar hnetur, það geti verið varasamt“ segir hún. Herdís segir að það finnist yfirleitt á bragðinu þegar hnetur eru myglaðar. „Þegar fólk finnur myglubragð af hnetum ætti það að fleygja þeim tafarlaust.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×