Bjarki Gunnlaugsson: Ég stend í þakkarskuld við Moyes Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2013 10:30 Bjarki Gunnlaugsson í leik með Preston árið 2000. nordicphotos/getty Knattspyrnumaðurinn Bjarki Gunnlaugsson á að baki flottan feril sem atvinnumaður en hann lék með ÍA, KR, Val og FH hér á landi en sem atvinnumaður erlendis spilaði þessi magnaði miðjumaður með Feyenoord, Nuremberg, Waldhof Mannheim, Molde, Brann og Preston. Hjá Preston lék hann undir stjórn David Moyes, núverandi stjóra Manchester United, á árunum 1999-2002 og átti hann virkilega fína spretti með liðinu. Bjarki segist standa í þakkaskuld við Moyes sem var ákveðinn í að fá leikmanninn til liðsins. Meiðsli urðu þess valdandi að Bjarki varð að hætta sem atvinnumaður í Englandi árið 2002 þegar leið hans lá á ný til Íslands. „David Moyes og Kelham O’Hanlon sáu mig spila gegn Kilmarnock með KR í Evrópukeppninni árið 1999,“ sagði Bjarki í samtali við Lancashire Evening Post. „Eftir þessa Evrópuleiki var það orðið ljóst að ég átti að ganga til liðs við Kilmarnock, en forráðamenn Preston sýndu mér strax áhuga eftir þessa leiki.“ „Þá var liðið í ensku C-deildinni en ég sá samt sem áður ákveðna möguleika hjá félaginu. Þeir léku til að mynda vel gegn Arsenal í enska bikarnum árið áður og ég man eftir að hafa séð liðið í sjónvarpinu á Íslandi.“ „Ég vildi frekar taka þátt í uppgangi hjá Preston og ákvað því að semja við þá í september þegar tímabilinu lauk á Íslandi.“ „Tími minn hjá Preston var skemmtilegur og mér leið alltaf vel hjá félaginu. David Moyes var ungur og skemmtilegur stjóri á þeim tíma en ég skynjaði þá strax að hann myndi fara alla leið.“ „Ég hélt kannski ekki að hann myndi verða einn daginn knattspyrnustjóri Manchester United, en það var eitthvað heillandi við hann. Æfingar hans voru erfiðar og á háu plani. Leikmenn liðsins fundu það strax að þeir voru að vinna með sigurvegara.“ „Wayne Rooney tjáir sig þessa daganna í ensku fjölmiðlum að hann hafi sjaldan eða jafnvel aldrei verið í eins góðu formi, það kemur mér ekki á óvart, þannig stjóri er Moyes.“ „Þegar maður eins og Sir Alex Ferguson mælir með Moyes sem arftaka sínum þá veit maður að það er mikið spunnið í stjórann.“ „Þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu hjá Preston var ég klæddur í síðbuxur og langerma treyju eins og ég var vanur á Íslandi. Moyes horfði á mig, hristi hausinn og sagði við mig að svona klæddust menn ekki á æfingu á Englandi.“ „Mér gekk nokkuð vel hjá Preston en vegna meiðsla náði ég aldrei almennilega að láta ljós mitt skína.Við vorum eitt sinn 90 mínútum frá því að tryggja okkur sæti í ensku úrvalsdeildinni og ég mun aldrei gleyma tíma mínum hjá félaginu. „Ég lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir mörg góð ár á Íslandi. Ég endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með FH sem var frábær endir á löngum ferli.“Ísland á leiðinni í umspil„Í dag starfa ég enn við knattspyrnu en ég á umboðsskrifstofu ásamt tvíburabróður mínum og Arnóri Gudjohnsen, föður Eiðs Smára Gudjohnsen, og einum öðrum einstaklingi.“ „Ég er ekki löggiltur umboðsmaður og stefni ekki á það, þetta er bara fyrirtæki sem ég er eigandi af. Markmið okkar eru að koma ungum og efnilegum íslenskum leikmönnum út í atvinnumennskuna. Fyrir áratug síðan varð algjör bylting fyrir knattspyrnumenn á Íslandi. Knattspyrnuhallir fóru að rísa sem hefur heldur betur skilað sér í ungum og efnilegum leikmönnum hér á landi. Einn þeirra er Aron Jóhannsson, sem leikur í dag með AZ Alkmaar í Hollandi og bandaríska landsliðinu. Það eru eflaust um 70 til 80 íslenskir atvinnumenn um alla Evrópu í dag og standa þeir sig margir hverjir virkilega vel. Við Íslendingar eigum til að mynda einnig Gylfa Sigurðsson hjá Tottenham og hér er mikill efniviður.“ Ísland mætir Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu þann 15. og 19. nóvember og þá verður allt undir fyrir íslensku þjóðina. „Framundan hjá íslenska landsliðinu eru tveir leikir við Króata í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári, það verða fróðlegir leikir. Ég er alveg viss um það að íslenska landsliðið mun einn daginn komast á HM, þó það verði kannski ekki að veruleika að þessu sinni, maður veit samt aldrei.“ „Ég vona að allir aðdáendur Preston standi þétt við bakið á okkur að þessu sinni, við þurfum allan þann stuðnings sem völ er á.“ Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Bjarki Gunnlaugsson á að baki flottan feril sem atvinnumaður en hann lék með ÍA, KR, Val og FH hér á landi en sem atvinnumaður erlendis spilaði þessi magnaði miðjumaður með Feyenoord, Nuremberg, Waldhof Mannheim, Molde, Brann og Preston. Hjá Preston lék hann undir stjórn David Moyes, núverandi stjóra Manchester United, á árunum 1999-2002 og átti hann virkilega fína spretti með liðinu. Bjarki segist standa í þakkaskuld við Moyes sem var ákveðinn í að fá leikmanninn til liðsins. Meiðsli urðu þess valdandi að Bjarki varð að hætta sem atvinnumaður í Englandi árið 2002 þegar leið hans lá á ný til Íslands. „David Moyes og Kelham O’Hanlon sáu mig spila gegn Kilmarnock með KR í Evrópukeppninni árið 1999,“ sagði Bjarki í samtali við Lancashire Evening Post. „Eftir þessa Evrópuleiki var það orðið ljóst að ég átti að ganga til liðs við Kilmarnock, en forráðamenn Preston sýndu mér strax áhuga eftir þessa leiki.“ „Þá var liðið í ensku C-deildinni en ég sá samt sem áður ákveðna möguleika hjá félaginu. Þeir léku til að mynda vel gegn Arsenal í enska bikarnum árið áður og ég man eftir að hafa séð liðið í sjónvarpinu á Íslandi.“ „Ég vildi frekar taka þátt í uppgangi hjá Preston og ákvað því að semja við þá í september þegar tímabilinu lauk á Íslandi.“ „Tími minn hjá Preston var skemmtilegur og mér leið alltaf vel hjá félaginu. David Moyes var ungur og skemmtilegur stjóri á þeim tíma en ég skynjaði þá strax að hann myndi fara alla leið.“ „Ég hélt kannski ekki að hann myndi verða einn daginn knattspyrnustjóri Manchester United, en það var eitthvað heillandi við hann. Æfingar hans voru erfiðar og á háu plani. Leikmenn liðsins fundu það strax að þeir voru að vinna með sigurvegara.“ „Wayne Rooney tjáir sig þessa daganna í ensku fjölmiðlum að hann hafi sjaldan eða jafnvel aldrei verið í eins góðu formi, það kemur mér ekki á óvart, þannig stjóri er Moyes.“ „Þegar maður eins og Sir Alex Ferguson mælir með Moyes sem arftaka sínum þá veit maður að það er mikið spunnið í stjórann.“ „Þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu hjá Preston var ég klæddur í síðbuxur og langerma treyju eins og ég var vanur á Íslandi. Moyes horfði á mig, hristi hausinn og sagði við mig að svona klæddust menn ekki á æfingu á Englandi.“ „Mér gekk nokkuð vel hjá Preston en vegna meiðsla náði ég aldrei almennilega að láta ljós mitt skína.Við vorum eitt sinn 90 mínútum frá því að tryggja okkur sæti í ensku úrvalsdeildinni og ég mun aldrei gleyma tíma mínum hjá félaginu. „Ég lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir mörg góð ár á Íslandi. Ég endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með FH sem var frábær endir á löngum ferli.“Ísland á leiðinni í umspil„Í dag starfa ég enn við knattspyrnu en ég á umboðsskrifstofu ásamt tvíburabróður mínum og Arnóri Gudjohnsen, föður Eiðs Smára Gudjohnsen, og einum öðrum einstaklingi.“ „Ég er ekki löggiltur umboðsmaður og stefni ekki á það, þetta er bara fyrirtæki sem ég er eigandi af. Markmið okkar eru að koma ungum og efnilegum íslenskum leikmönnum út í atvinnumennskuna. Fyrir áratug síðan varð algjör bylting fyrir knattspyrnumenn á Íslandi. Knattspyrnuhallir fóru að rísa sem hefur heldur betur skilað sér í ungum og efnilegum leikmönnum hér á landi. Einn þeirra er Aron Jóhannsson, sem leikur í dag með AZ Alkmaar í Hollandi og bandaríska landsliðinu. Það eru eflaust um 70 til 80 íslenskir atvinnumenn um alla Evrópu í dag og standa þeir sig margir hverjir virkilega vel. Við Íslendingar eigum til að mynda einnig Gylfa Sigurðsson hjá Tottenham og hér er mikill efniviður.“ Ísland mætir Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu þann 15. og 19. nóvember og þá verður allt undir fyrir íslensku þjóðina. „Framundan hjá íslenska landsliðinu eru tveir leikir við Króata í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári, það verða fróðlegir leikir. Ég er alveg viss um það að íslenska landsliðið mun einn daginn komast á HM, þó það verði kannski ekki að veruleika að þessu sinni, maður veit samt aldrei.“ „Ég vona að allir aðdáendur Preston standi þétt við bakið á okkur að þessu sinni, við þurfum allan þann stuðnings sem völ er á.“
Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira