Fótbolti

Fyrirliði Rússa í hálfs árs bann fyrir að kalla dómarann trúð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roman Zhirokov.
Roman Zhirokov. Nordicphotos/getty
Roman Zhirokov, miðjumaður Zenit frá St. Péturssborg og fyrirliði landsliðs Rússa í knattspyrnu, hefur verið settur í sex mánaða keppnisbann. Sky Sports greinir frá þessu.

Shirokov kallaði dómarann Sergei Karasyov trúð í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Zenit gegn Amkar Perm fyrr í nóvember. Liðsmenn Zenit voru orðnir langþreyttir á töfum andstæðingsins.

Í yfirlýsingu frá Zenit segir að Shirokov hafi verið settur í bann af siðanefnd rússneska knattspyrnusambandsins þar til í maí 2014. Þá hlaut hann einnig sekt fyrir ummæli sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×