„Heimalærdómur barna gagnslaus og jafnvel skaðlegur“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. ágúst 2013 14:48 Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi (t.v.) og Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“ Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
„Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent