Lífið

„Ég er ekki fíkill“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nigella Lawson mætti fyrir rétt í gær.
Nigella Lawson mætti fyrir rétt í gær. nordicphotos/getty
Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson sagði í rétti í gær að hún væri ekki stolt af eiturlyfjanotkun sinni en hún hefur viðurkennt að hafa notað kókaín og kannabis.

Nigella Lawson var vitni í málaferli gegn fyrrum aðstoðarkonum sínum en þær eru sakaðar um fjárdrátt. Systurnar Francesca og Elisabetta Grillo er sakaðar um að misnota aðstöðu sína með kreditkorti fyrirtækisins. Þær halda því fram að Nigella Lawson hafi leyft notkun þeirra á kortunum.

„Ég vill frekar vera heiðarleg en að skammast mín,“ sagði Lawson í gær en hún viðurkenndi að hafa notað efnin.

„Það vill enginn að þeirra mistök séu gerð opinber en ég varð að segja sannleikann. Ég er vissulega ekki stolt af þessu en þrátt fyrir þetta dómgreindarleysi er ég ekki fíkill.“

„Ég tel að allar venjulegar manneskjur myndu nú ekki leyfa hverjum sem er að nota kreditkort annarra að vild.“

Nigella segist hafa tekið efnin yfir tvö tímabil í lífi sínu. Þegar fyrrum eiginmaður hennar, John Diamond, var veikur af krabbameini og aftur í júlí 2010 með fyrrverandi eiginmanni sínum, Charles Saatchi en fyrr á þessu ári birtust myndir af Saatchi þar sem hann sást taka Nigellu hálstaki á veitingastað í London.

Hún sagði að samband hennar við Saatchi hafi verið skelfilegt og því hafi leitað í fíkniefni vegna einangrunnar og vanlíðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.