Samdi glæpasögu á næturvöktum Sara McMahon skrifar 14. október 2013 08:00 Gefur út Kári Valtýsson lögfræðingur gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Afleiðingar. Fréttablaðið/vilhelm „Ég vann á næturvöktum eitt sumar og hafði lítið að gera á þeim. Ég ákvað að prófa að skrifa glæpasögu á þessum vöktum og áður en ég vissi af var ég kominn með handrit að bók,“ segir lögfræðingurinn Kári Valtýsson. Hann gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu á vegum Útgáfunnar. Bókin nefnist Afleiðingar og er gefin út sem rafrit. Afleiðingar segir frá starfsmanni byggingarvöruverslunar sem vaknar blóðugur í baðkari í ókunnugri íbúð. Samstarfskona hans finnst svo myrt skömmu síðar og telur lögreglan að málin séu tengd. Aðspurður kveðst Kári hafa viljað skrifa glæpasögu sem „sögð er af hliðarlínunni“. Innblásturinn sótti hann svo víða. „Eitthvað er sótt í eigin reynslubanka, ég vann til að mynda í byggingarvöruverslun þegar ég var ungur. Í náminu les maður líka fullt af dómum sem hafa nýst manni sem innblástur. En þetta er auðvitað skáldskapur fyrst og fremst.“ Kári starfar sem lögfræðingur hjá Acta lögmannsstofu. Hann hefur ekki í hyggju að leggja þann frama á hilluna í þeim tilgangi að gerast rithöfundur. „Mér finnst mjög gaman að skrifa og er þegar kominn með uppkast að nýrri bók en ég ætla að einbeita mér að lögfræðinni í bili.“ Kári, sem er 28 ára gamall og tveggja barna faðir, segist helst stunda skriftir á nóttunni þegar fjölskyldan er sofnuð. „Ég er heppinn að eiga ofsalega góða fjölskyldu sem sýnir þessu áhugamáli mikinn stuðning…upp að vissu marki,“ segir hann að lokum og hlær. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég vann á næturvöktum eitt sumar og hafði lítið að gera á þeim. Ég ákvað að prófa að skrifa glæpasögu á þessum vöktum og áður en ég vissi af var ég kominn með handrit að bók,“ segir lögfræðingurinn Kári Valtýsson. Hann gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu á vegum Útgáfunnar. Bókin nefnist Afleiðingar og er gefin út sem rafrit. Afleiðingar segir frá starfsmanni byggingarvöruverslunar sem vaknar blóðugur í baðkari í ókunnugri íbúð. Samstarfskona hans finnst svo myrt skömmu síðar og telur lögreglan að málin séu tengd. Aðspurður kveðst Kári hafa viljað skrifa glæpasögu sem „sögð er af hliðarlínunni“. Innblásturinn sótti hann svo víða. „Eitthvað er sótt í eigin reynslubanka, ég vann til að mynda í byggingarvöruverslun þegar ég var ungur. Í náminu les maður líka fullt af dómum sem hafa nýst manni sem innblástur. En þetta er auðvitað skáldskapur fyrst og fremst.“ Kári starfar sem lögfræðingur hjá Acta lögmannsstofu. Hann hefur ekki í hyggju að leggja þann frama á hilluna í þeim tilgangi að gerast rithöfundur. „Mér finnst mjög gaman að skrifa og er þegar kominn með uppkast að nýrri bók en ég ætla að einbeita mér að lögfræðinni í bili.“ Kári, sem er 28 ára gamall og tveggja barna faðir, segist helst stunda skriftir á nóttunni þegar fjölskyldan er sofnuð. „Ég er heppinn að eiga ofsalega góða fjölskyldu sem sýnir þessu áhugamáli mikinn stuðning…upp að vissu marki,“ segir hann að lokum og hlær.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist