Útlitskröfur samfélagsins hlægilegar Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 27. desember 2013 12:00 Anna Margrét Björnsdóttir skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi. Fréttablaðið/Valli Bókin Að vera kona kom nýlega út hjá útgáfufélaginu Uppheimum. Þýðandi bókarinnar er ungt skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi, Anna Margrét Björnsdóttir. „Bókin er ævisöguleg og alveg sprenghlægileg á köflum,“ segir Anna Margrét. Útgáfufélagið hafði samband við hana og fór þess á leit að hún þýddi bókina. „Ég kynntist bókinni þegar ég var beðin um að þýða hana og varð alveg ástfangin af henni. Nú hefur hún verið barnið mitt í heilt ár og mér þykir rosalega vænt um hana.“ Frásagnarháttur bókarinnar er inn á milli mjög kankvíslegur. „Tilgangur bókarinnar er að sýna fram á hvað margt af því rugli sem konur standa frammi fyrir er í raun fáránlegt. Stundum áttar maður sig á fáránleika hlutanna þegar maður er farinn að hlæja að þeim. Margt af því sem ég las um í bókinni fékk mig til að hugsa með mér: „Guð minn góður, þetta er alveg rétt hjá henni!“ Hún spyr til dæmis hvers vegna nærbuxur kvenna fara sífellt minnkandi, og hvers vegna konur láta það yfir sig ganga. Ef maður er í vafa um hvort um kynjamisrétti sé að ræða er ágætis þumalputtaregla að spyrja sig: er þetta eitthvað sem karlmenn þurfa líka að hafa áhyggjur af? Oftar en ekki er það ekki svo. Þá spyr maður sig hvaðan þessi krafa kemur.“ Þó að bókin sé spaugileg er líka alvarlegur undirtónn í henni, enda umfjöllunarefnið alls ekki alltaf broslegt. „Það eru dekkri hliðar á bókinni líka sem eru ótrúlega áhugaverðar. Það er einn kafli til dæmis þar sem hún fjallar um fóstureyðingar sem fékk mig til að sjá það málefni alveg í glænýju ljósi. Í kaflanum skrifar hún um eigin reynslu en hún fór sjálf í fóstureyðingu. Hún sagðist aldrei hafa verið í neinum vafa um það hvort hún ætti að eignast barnið, hún vissi að það vildi hún alls ekki gera. Konur í þessum aðstæðum eru svo oft málaðar sem fórnarlömb en hún upplifði sig alls ekki þannig. Ef kona getur ekki réttlætt fóstureyðinguna með því að hún hafi lent í að verða ófrísk og hún geti alls ekki eignast barnið, virðist viðhorfið vera að hún sé einfaldlega vond. Caitlin spyr hvers vegna konum er gert að skammast sín í þessum aðstæðum og hvers vegna þær fá ekki bara að ráða yfir sínum líkama sjálfar,“ segir Anna Margrét. „Ég er ekki að þýða neitt eins og er en bókmenntir eru algjörlega mín ástríða. Ég er skúffuskáld og hef enn ekki gefið út eftir mig en er á leið á smásagnanámskeið í febrúar svo það er aldrei að vita hvert næsta skref verður.“ Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bókin Að vera kona kom nýlega út hjá útgáfufélaginu Uppheimum. Þýðandi bókarinnar er ungt skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi, Anna Margrét Björnsdóttir. „Bókin er ævisöguleg og alveg sprenghlægileg á köflum,“ segir Anna Margrét. Útgáfufélagið hafði samband við hana og fór þess á leit að hún þýddi bókina. „Ég kynntist bókinni þegar ég var beðin um að þýða hana og varð alveg ástfangin af henni. Nú hefur hún verið barnið mitt í heilt ár og mér þykir rosalega vænt um hana.“ Frásagnarháttur bókarinnar er inn á milli mjög kankvíslegur. „Tilgangur bókarinnar er að sýna fram á hvað margt af því rugli sem konur standa frammi fyrir er í raun fáránlegt. Stundum áttar maður sig á fáránleika hlutanna þegar maður er farinn að hlæja að þeim. Margt af því sem ég las um í bókinni fékk mig til að hugsa með mér: „Guð minn góður, þetta er alveg rétt hjá henni!“ Hún spyr til dæmis hvers vegna nærbuxur kvenna fara sífellt minnkandi, og hvers vegna konur láta það yfir sig ganga. Ef maður er í vafa um hvort um kynjamisrétti sé að ræða er ágætis þumalputtaregla að spyrja sig: er þetta eitthvað sem karlmenn þurfa líka að hafa áhyggjur af? Oftar en ekki er það ekki svo. Þá spyr maður sig hvaðan þessi krafa kemur.“ Þó að bókin sé spaugileg er líka alvarlegur undirtónn í henni, enda umfjöllunarefnið alls ekki alltaf broslegt. „Það eru dekkri hliðar á bókinni líka sem eru ótrúlega áhugaverðar. Það er einn kafli til dæmis þar sem hún fjallar um fóstureyðingar sem fékk mig til að sjá það málefni alveg í glænýju ljósi. Í kaflanum skrifar hún um eigin reynslu en hún fór sjálf í fóstureyðingu. Hún sagðist aldrei hafa verið í neinum vafa um það hvort hún ætti að eignast barnið, hún vissi að það vildi hún alls ekki gera. Konur í þessum aðstæðum eru svo oft málaðar sem fórnarlömb en hún upplifði sig alls ekki þannig. Ef kona getur ekki réttlætt fóstureyðinguna með því að hún hafi lent í að verða ófrísk og hún geti alls ekki eignast barnið, virðist viðhorfið vera að hún sé einfaldlega vond. Caitlin spyr hvers vegna konum er gert að skammast sín í þessum aðstæðum og hvers vegna þær fá ekki bara að ráða yfir sínum líkama sjálfar,“ segir Anna Margrét. „Ég er ekki að þýða neitt eins og er en bókmenntir eru algjörlega mín ástríða. Ég er skúffuskáld og hef enn ekki gefið út eftir mig en er á leið á smásagnanámskeið í febrúar svo það er aldrei að vita hvert næsta skref verður.“
Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira