Litrík fjölskyldusýning í Hofi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 13:00 Dansararnir leggja sig alla fram í Hnotubrjótnum. Mynd/Þórgnýr Dýrfjörð Hið klassíska jólaævintýri Hnotubrjóturinn verður sýnt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardaginn. Þrjú hundruð og fimmtíu dansarar á öllum aldri dansa þá við kröftugan undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og búast má við litríkri fjölskyldusýningu að sögn Brynju Harðardóttur, framkvæmdastjóra sveitarinnar. Hún segir sýninguna setta upp í samstarfi hljómsveitarinnar og dansskólans Point Dansstúdíós en stofnandi þess, Sigyn Blöndal, er jafnframt handritshöfundur sýningarinnar. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. „Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin heldur danssýningu og ríkir mikil ánægja með þessa nýbreytni en möguleikar sveitarinnar hafa vaxið jafnt og þétt síðan hún flutti í Hof,“ segir Brynja. Hún segir dansnemendur hafa æft af kappi síðan í haust og að mikil spenna ríki bæði meðal þeirra og annarra sem komi að sýningunni sem eru hátt í fimm hundruð manns. „Samhliða því sem sagan er sögð í gegnum dans og tónlist verður sviðsmyndin einstaklega lifandi, þökk sé hönnuðunum Heiðari Má Björnssyni og Frey Vilhjálmssyni,“ lýsir Brynja. Hún tekur fram að tvær sýningar séu fyrirhugaðar sama daginn og uppselt sé á þá fyrri. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hið klassíska jólaævintýri Hnotubrjóturinn verður sýnt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardaginn. Þrjú hundruð og fimmtíu dansarar á öllum aldri dansa þá við kröftugan undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og búast má við litríkri fjölskyldusýningu að sögn Brynju Harðardóttur, framkvæmdastjóra sveitarinnar. Hún segir sýninguna setta upp í samstarfi hljómsveitarinnar og dansskólans Point Dansstúdíós en stofnandi þess, Sigyn Blöndal, er jafnframt handritshöfundur sýningarinnar. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. „Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin heldur danssýningu og ríkir mikil ánægja með þessa nýbreytni en möguleikar sveitarinnar hafa vaxið jafnt og þétt síðan hún flutti í Hof,“ segir Brynja. Hún segir dansnemendur hafa æft af kappi síðan í haust og að mikil spenna ríki bæði meðal þeirra og annarra sem komi að sýningunni sem eru hátt í fimm hundruð manns. „Samhliða því sem sagan er sögð í gegnum dans og tónlist verður sviðsmyndin einstaklega lifandi, þökk sé hönnuðunum Heiðari Má Björnssyni og Frey Vilhjálmssyni,“ lýsir Brynja. Hún tekur fram að tvær sýningar séu fyrirhugaðar sama daginn og uppselt sé á þá fyrri.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira