Litrík fjölskyldusýning í Hofi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 13:00 Dansararnir leggja sig alla fram í Hnotubrjótnum. Mynd/Þórgnýr Dýrfjörð Hið klassíska jólaævintýri Hnotubrjóturinn verður sýnt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardaginn. Þrjú hundruð og fimmtíu dansarar á öllum aldri dansa þá við kröftugan undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og búast má við litríkri fjölskyldusýningu að sögn Brynju Harðardóttur, framkvæmdastjóra sveitarinnar. Hún segir sýninguna setta upp í samstarfi hljómsveitarinnar og dansskólans Point Dansstúdíós en stofnandi þess, Sigyn Blöndal, er jafnframt handritshöfundur sýningarinnar. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. „Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin heldur danssýningu og ríkir mikil ánægja með þessa nýbreytni en möguleikar sveitarinnar hafa vaxið jafnt og þétt síðan hún flutti í Hof,“ segir Brynja. Hún segir dansnemendur hafa æft af kappi síðan í haust og að mikil spenna ríki bæði meðal þeirra og annarra sem komi að sýningunni sem eru hátt í fimm hundruð manns. „Samhliða því sem sagan er sögð í gegnum dans og tónlist verður sviðsmyndin einstaklega lifandi, þökk sé hönnuðunum Heiðari Má Björnssyni og Frey Vilhjálmssyni,“ lýsir Brynja. Hún tekur fram að tvær sýningar séu fyrirhugaðar sama daginn og uppselt sé á þá fyrri. Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hið klassíska jólaævintýri Hnotubrjóturinn verður sýnt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardaginn. Þrjú hundruð og fimmtíu dansarar á öllum aldri dansa þá við kröftugan undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og búast má við litríkri fjölskyldusýningu að sögn Brynju Harðardóttur, framkvæmdastjóra sveitarinnar. Hún segir sýninguna setta upp í samstarfi hljómsveitarinnar og dansskólans Point Dansstúdíós en stofnandi þess, Sigyn Blöndal, er jafnframt handritshöfundur sýningarinnar. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. „Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin heldur danssýningu og ríkir mikil ánægja með þessa nýbreytni en möguleikar sveitarinnar hafa vaxið jafnt og þétt síðan hún flutti í Hof,“ segir Brynja. Hún segir dansnemendur hafa æft af kappi síðan í haust og að mikil spenna ríki bæði meðal þeirra og annarra sem komi að sýningunni sem eru hátt í fimm hundruð manns. „Samhliða því sem sagan er sögð í gegnum dans og tónlist verður sviðsmyndin einstaklega lifandi, þökk sé hönnuðunum Heiðari Má Björnssyni og Frey Vilhjálmssyni,“ lýsir Brynja. Hún tekur fram að tvær sýningar séu fyrirhugaðar sama daginn og uppselt sé á þá fyrri.
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira