Þjálfari Króata: Mitt eina hlutverk að vekja leikmennina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2013 06:30 Niko Kovac einbeittur á æfingu liðsins í Kópavogi í gær. Mynd/Vilhelm Fótbolti Niko Kovac, þjálfari Króata, virkaði fullur sjálfstrausts þegar hann mætti á fund með blaðamönnum í kjallara Laugardalsvallar í gær. Hann ýmist blikkaði eða heilsaði króatískum blaðamönnum áður en hann svaraði spurningum. „Auðvitað vildum við æfa á keppnisvellinum en fyrst það var ekki hægt vegna aðstæðna breyttum við einfaldlega dagskrá okkar lítillega,“ sagði Kovac. Hvorugt landsliðið fékk að æfa á Laugardalsvelli vegna veðurs í gær en eftirlitsmaður FIFA tók þá ákvörðun að best væri að hvíla völlinn fyrir leikinn. Kovac sagði sína menn úthvílda og einbeitta fyrir leikinn. Engin hætta væri á því að þeir vanmætu þá íslensku. „Ísland hafnaði í öðru sæti síns riðils líkt og við. Það segir sína sögu,“ sagði Kovac. „Sem leikmaður vanmat ég aldrei andstæðinginn og það mun ég ekki heldur gera sem þjálfari.“ Kovac stýrir liðinu í fyrsta sinn í kvöld en hann tók við af fyrrverandi félaga sínum í landsliðinu til margra ára, Igor Stimac. Þrátt fyrir að vera þjóðhetja hefur Kovac tiltölulega litla reynslu sem þjálfari. Fjórir leikir með 21 árs landslið Króata og eitt ár sem aðstoðarmaður New York Red Bulls í MLS-deildinni. „Okkar menn hafa ekki sýnt sitt rétta andlit í undankeppninni. Mitt eina hlutverk er að vekja leikmennina. Þeir kunna að spila fótbolta, gera það í hverri viku í bestu deildum Evrópu. Þeir munu sýna hvað þeir geta fyrir króatísku þjóðina.“ Kovac telur það kláran kost að fá síðari leikinn á heimavelli. Enginn vafi sé í hans huga að íslenska liðið hefði kosið það. Meiri óvissa sé í fyrri leiknum en í þeim síðari vita menn nákvæmlega hvað þurfi að gera. „Við eigum von á fullum leikvangi í Zagreb og betri stuðningi en áður þótt hann sé alltaf góður,“ sagði Kovac um síðari leikinn. Þjálfarinn segir pressuna jafnmikla á báðum landsliðum enda hið sama í húfi. Hann vildi ekki ræða veikleika íslenska liðsins. Þeir hefðu þó horft á alla leiki liðsins og greint í þaula. Markmiðið væri að skora í kvöld en Kovac vildi ekki skilgreina nánar hvað væru viðunandi úrslit. „Það er mikilvægt að ná að skora.“ Ellefu leikmenn Króata eru á gulu spjaldi. Annað gult spjald þýðir leikbann í síðari leiknum í Króatíu. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það er svipað vandamál hjá íslenska liðinu. Við eigum nóg af leikmönnum á bekknum ef einhver fær sitt annað gula spjald.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Fótbolti Niko Kovac, þjálfari Króata, virkaði fullur sjálfstrausts þegar hann mætti á fund með blaðamönnum í kjallara Laugardalsvallar í gær. Hann ýmist blikkaði eða heilsaði króatískum blaðamönnum áður en hann svaraði spurningum. „Auðvitað vildum við æfa á keppnisvellinum en fyrst það var ekki hægt vegna aðstæðna breyttum við einfaldlega dagskrá okkar lítillega,“ sagði Kovac. Hvorugt landsliðið fékk að æfa á Laugardalsvelli vegna veðurs í gær en eftirlitsmaður FIFA tók þá ákvörðun að best væri að hvíla völlinn fyrir leikinn. Kovac sagði sína menn úthvílda og einbeitta fyrir leikinn. Engin hætta væri á því að þeir vanmætu þá íslensku. „Ísland hafnaði í öðru sæti síns riðils líkt og við. Það segir sína sögu,“ sagði Kovac. „Sem leikmaður vanmat ég aldrei andstæðinginn og það mun ég ekki heldur gera sem þjálfari.“ Kovac stýrir liðinu í fyrsta sinn í kvöld en hann tók við af fyrrverandi félaga sínum í landsliðinu til margra ára, Igor Stimac. Þrátt fyrir að vera þjóðhetja hefur Kovac tiltölulega litla reynslu sem þjálfari. Fjórir leikir með 21 árs landslið Króata og eitt ár sem aðstoðarmaður New York Red Bulls í MLS-deildinni. „Okkar menn hafa ekki sýnt sitt rétta andlit í undankeppninni. Mitt eina hlutverk er að vekja leikmennina. Þeir kunna að spila fótbolta, gera það í hverri viku í bestu deildum Evrópu. Þeir munu sýna hvað þeir geta fyrir króatísku þjóðina.“ Kovac telur það kláran kost að fá síðari leikinn á heimavelli. Enginn vafi sé í hans huga að íslenska liðið hefði kosið það. Meiri óvissa sé í fyrri leiknum en í þeim síðari vita menn nákvæmlega hvað þurfi að gera. „Við eigum von á fullum leikvangi í Zagreb og betri stuðningi en áður þótt hann sé alltaf góður,“ sagði Kovac um síðari leikinn. Þjálfarinn segir pressuna jafnmikla á báðum landsliðum enda hið sama í húfi. Hann vildi ekki ræða veikleika íslenska liðsins. Þeir hefðu þó horft á alla leiki liðsins og greint í þaula. Markmiðið væri að skora í kvöld en Kovac vildi ekki skilgreina nánar hvað væru viðunandi úrslit. „Það er mikilvægt að ná að skora.“ Ellefu leikmenn Króata eru á gulu spjaldi. Annað gult spjald þýðir leikbann í síðari leiknum í Króatíu. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það er svipað vandamál hjá íslenska liðinu. Við eigum nóg af leikmönnum á bekknum ef einhver fær sitt annað gula spjald.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira