Króatíska liðið hefur verið í mikilli lægð Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2013 09:30 Luka Modric og Mario Mandžukic og félagar í króatíska landsliðinu æfðu á Kópavogsvellinum í gær. fréttablaðið/vilhelm „Það fara allir fram á það í Króatíu að liðið fari nokkuð auðveldlega áfram,“ segir Frane Vulas, króatískur íþróttafréttamaður hjá blaðinu Slobodna Dalmacija í heimalandinu. Króatar voru til að mynda í riðli með Belgíu og Serbíu í undankeppninni og byrjaði liðið stórkostlega. Undir lokin fór að halla undan fæti hjá liðinu og náði Króatía aðeins í eitt stig í síðustu fjórum leikjunum. Króatar rétt sluppu inn í umspilið og var þáverandi þjálfari liðsins Igor Štimac rekinn strax eftir riðlakeppnina og Niko Kovac tók við. „Króatíska liðið hefur verið gjörsamlega úr takti í undanförnum leikjum og það var í raun nauðsynlegt að láta Štimac fara. Kovac er mjög hæfileikaríkur þjálfari en vissulega mjög ungur og vantar sennilega nokkra leiki í reynslubankann. Hann stóð sig vel með U-21 árs landslið Króata og lá því beint við að ráða hann.“ Þegar dregið var um það hvaða þjóðir myndu mætast í umspilinu vildu þær allar fá íslenska landsliðið. „Það fögnuðu allir gríðarlega í Króatíu þegar ljóst var að við myndum mæta Íslendingum. Á blaði er Ísland veikasti andstæðingurinn en í raun verður þetta ekki auðvelt fyrir okkur Króata. Íslendingar hafa verið að spila vel að undanförnu á meðan króatíska liðið er í raun í lægð. Takist liðinu aftur á móti að komast á HM mun það breyta öllu og landslagið allt annað fyrir króatíska knattspyrnusambandið.“ Vulas hefur mikið álit á miðjumanninum Luka Modric og er á því að þegar Modric á góða leiki, þá spili landsliðið vel. Aftur á móti þegar Modric á slæman dag hrynur oft leikur króatíska landsliðsins. „Þrír leikmenn mynda ákveðinn hrygg í króatíska landsliðinu og eru í raun mikilvægustu menn liðsins. Modric tengir liðið allt saman. Mandžukic er okkar hættulegasti leikmaður fram á við og svo er það Stipe Pletikosa sem er gríðarlega mikilvægur þessu liði en hann hefur oftar en ekki staðið sig vel í markinu. Josip Šimunic er einnig mikilvægur fyrir liðið í öftustu víglínu, mikill reynslubolti sem stjórnar vörninni vel.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
„Það fara allir fram á það í Króatíu að liðið fari nokkuð auðveldlega áfram,“ segir Frane Vulas, króatískur íþróttafréttamaður hjá blaðinu Slobodna Dalmacija í heimalandinu. Króatar voru til að mynda í riðli með Belgíu og Serbíu í undankeppninni og byrjaði liðið stórkostlega. Undir lokin fór að halla undan fæti hjá liðinu og náði Króatía aðeins í eitt stig í síðustu fjórum leikjunum. Króatar rétt sluppu inn í umspilið og var þáverandi þjálfari liðsins Igor Štimac rekinn strax eftir riðlakeppnina og Niko Kovac tók við. „Króatíska liðið hefur verið gjörsamlega úr takti í undanförnum leikjum og það var í raun nauðsynlegt að láta Štimac fara. Kovac er mjög hæfileikaríkur þjálfari en vissulega mjög ungur og vantar sennilega nokkra leiki í reynslubankann. Hann stóð sig vel með U-21 árs landslið Króata og lá því beint við að ráða hann.“ Þegar dregið var um það hvaða þjóðir myndu mætast í umspilinu vildu þær allar fá íslenska landsliðið. „Það fögnuðu allir gríðarlega í Króatíu þegar ljóst var að við myndum mæta Íslendingum. Á blaði er Ísland veikasti andstæðingurinn en í raun verður þetta ekki auðvelt fyrir okkur Króata. Íslendingar hafa verið að spila vel að undanförnu á meðan króatíska liðið er í raun í lægð. Takist liðinu aftur á móti að komast á HM mun það breyta öllu og landslagið allt annað fyrir króatíska knattspyrnusambandið.“ Vulas hefur mikið álit á miðjumanninum Luka Modric og er á því að þegar Modric á góða leiki, þá spili landsliðið vel. Aftur á móti þegar Modric á slæman dag hrynur oft leikur króatíska landsliðsins. „Þrír leikmenn mynda ákveðinn hrygg í króatíska landsliðinu og eru í raun mikilvægustu menn liðsins. Modric tengir liðið allt saman. Mandžukic er okkar hættulegasti leikmaður fram á við og svo er það Stipe Pletikosa sem er gríðarlega mikilvægur þessu liði en hann hefur oftar en ekki staðið sig vel í markinu. Josip Šimunic er einnig mikilvægur fyrir liðið í öftustu víglínu, mikill reynslubolti sem stjórnar vörninni vel.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira