Aron Einar vonar að vindinn lægi Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2013 06:30 „Stemningin er fín í liðinu. Við erum einbeittir og mjög yfirvegaðir,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Íslendingar mæta Króötum í mikilvægasta landsleik karlalandsliðsins á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Liðin mætast í tvígang í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram þann 19. nóvember á Maksimir-vellinum í Zagreb. „Við erum núna að einbeita okkur að eigin leik og höfum farið vel yfir leikinn gegn Norðmönnum á dögunum.“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn ytra fyrir mánuði, en þá varð ljóst að Ísland var komið í umspil um að leika á stærsta knattspyrnumóti heimsins á næsta ári. „Næstu tvo daga förum við vel í gegnum leik Króata og reynum að greina þá vel, hverjir styrkleikar þeirra og veikleikar eru. Það er samt alltaf mikilvægast að hugsa sem mest um sinn eigin leik og gera það sem þjálfarinn leggur upp með. Núna skiptir öllu máli að vera einbeittir og sýna hugrekki.“ Íslenskt landslið hefur aldrei komist í umspil um sæti á heimsmeistaramóti og verða því leikirnir tveir gegn Króötum algjört einsdæmi í sögunni. „Leikmenn liðsins eru vanir ýmsu og menn hafa margir hverjir spilað mjög mikilvæga leiki fyrir félagslið og eru vanir miklu álagi. Auðvitað er mikil pressa á okkur fyrir þessa leiki en menn mega ekki gleyma því að pressan er mun meiri á króatíska landsliðinu. Við erum búnir að koma okkur sjálfir í þessa stöðu og það kemur ekki til greina að fara að gefa eftir á þessum tímapunkti.“ Íslenska liðið hefur sýnt magnaða spretti í undanförnum leikjum og greinilega mikill uppgangur í leik liðsins. „Það er alveg klárt að við förum óhræddir í þessa leiki. Liðið hefur verið í bullandi sókn og leikmenn liðsins hafa bætt sig mikið með hverjum einasta leik.“ Íslenska þjóðin stendur þétt við bakið á strákunum og því er spennan gríðarleg fyrir leiknum á föstudagskvöldið. „Við finnum klárlega fyrir miklum áhuga frá þjóðinni. Það væri skrítið ef hann væri ekki til staðar. Við erum virkilega þakklátir fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa sýnt okkur í þessari undankeppni.“ Aron Einar var tekinn af velli í tapleik Cardiff gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hélt leikmaðurinn um öxlina þegar hann gekk af velli. Aron fór úr axlarlið í landsleik í vor og óttuðust þá margir að fyrirliðinn væri orðinn tæpur fyrir umspilsleikina. „Ég er bara í góðu standi, sem betur fer var þetta betri öxlin. Ef ég hefði meiðst á sömu öxl og í vor þá væru umspilsleikirnir úr sögunni hjá mér. Ég var ekki mikið að hugsa út í þessa umspilsleiki á þeim tímapunkti, maður leggur alltaf allt í sölurnar fyrir félagslið sitt. Það var mjög slæmt að fá ekkert stig út úr leiknum gegn Aston Villa. Eftir landsleikjahléið er Cardiff ekkert að fara í létta leiki, fyrst Manchester United og síðan Arsenal.“ Landsliðið æfði innandyra í gær vegna veðurs en töluvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Samkvæmt veðurspám gæti einnig sjóað á föstudagskvöld. Norðanmaðurinn óttast ekkert smá kulda og er til í hvað sem er. „Maður heldur samt sem áður í vonina að það hvessi ekki mikið. Íslenska liðið er skipað þannig leikmönnum að þeir vilja allir spila fótbolta og halda boltanum innan liðsins. Það gæti orðið erfitt ef vindurinn verður sterkur á föstudaginn.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
„Stemningin er fín í liðinu. Við erum einbeittir og mjög yfirvegaðir,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Íslendingar mæta Króötum í mikilvægasta landsleik karlalandsliðsins á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Liðin mætast í tvígang í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram þann 19. nóvember á Maksimir-vellinum í Zagreb. „Við erum núna að einbeita okkur að eigin leik og höfum farið vel yfir leikinn gegn Norðmönnum á dögunum.“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn ytra fyrir mánuði, en þá varð ljóst að Ísland var komið í umspil um að leika á stærsta knattspyrnumóti heimsins á næsta ári. „Næstu tvo daga förum við vel í gegnum leik Króata og reynum að greina þá vel, hverjir styrkleikar þeirra og veikleikar eru. Það er samt alltaf mikilvægast að hugsa sem mest um sinn eigin leik og gera það sem þjálfarinn leggur upp með. Núna skiptir öllu máli að vera einbeittir og sýna hugrekki.“ Íslenskt landslið hefur aldrei komist í umspil um sæti á heimsmeistaramóti og verða því leikirnir tveir gegn Króötum algjört einsdæmi í sögunni. „Leikmenn liðsins eru vanir ýmsu og menn hafa margir hverjir spilað mjög mikilvæga leiki fyrir félagslið og eru vanir miklu álagi. Auðvitað er mikil pressa á okkur fyrir þessa leiki en menn mega ekki gleyma því að pressan er mun meiri á króatíska landsliðinu. Við erum búnir að koma okkur sjálfir í þessa stöðu og það kemur ekki til greina að fara að gefa eftir á þessum tímapunkti.“ Íslenska liðið hefur sýnt magnaða spretti í undanförnum leikjum og greinilega mikill uppgangur í leik liðsins. „Það er alveg klárt að við förum óhræddir í þessa leiki. Liðið hefur verið í bullandi sókn og leikmenn liðsins hafa bætt sig mikið með hverjum einasta leik.“ Íslenska þjóðin stendur þétt við bakið á strákunum og því er spennan gríðarleg fyrir leiknum á föstudagskvöldið. „Við finnum klárlega fyrir miklum áhuga frá þjóðinni. Það væri skrítið ef hann væri ekki til staðar. Við erum virkilega þakklátir fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa sýnt okkur í þessari undankeppni.“ Aron Einar var tekinn af velli í tapleik Cardiff gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hélt leikmaðurinn um öxlina þegar hann gekk af velli. Aron fór úr axlarlið í landsleik í vor og óttuðust þá margir að fyrirliðinn væri orðinn tæpur fyrir umspilsleikina. „Ég er bara í góðu standi, sem betur fer var þetta betri öxlin. Ef ég hefði meiðst á sömu öxl og í vor þá væru umspilsleikirnir úr sögunni hjá mér. Ég var ekki mikið að hugsa út í þessa umspilsleiki á þeim tímapunkti, maður leggur alltaf allt í sölurnar fyrir félagslið sitt. Það var mjög slæmt að fá ekkert stig út úr leiknum gegn Aston Villa. Eftir landsleikjahléið er Cardiff ekkert að fara í létta leiki, fyrst Manchester United og síðan Arsenal.“ Landsliðið æfði innandyra í gær vegna veðurs en töluvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Samkvæmt veðurspám gæti einnig sjóað á föstudagskvöld. Norðanmaðurinn óttast ekkert smá kulda og er til í hvað sem er. „Maður heldur samt sem áður í vonina að það hvessi ekki mikið. Íslenska liðið er skipað þannig leikmönnum að þeir vilja allir spila fótbolta og halda boltanum innan liðsins. Það gæti orðið erfitt ef vindurinn verður sterkur á föstudaginn.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira