Við getum vel farið áfram Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2013 06:30 „Manni finnst eins og það sé meiri tilhlökkun en spenna fyrir þessum leikjum í leikmannahópnum,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Eiður lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd árið 1996 en hann leikur sinn 77. landsleik á ferlinum á föstudaginn er Ísland tekur á móti Króatíu í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fram fer næsta sumar. „Spennan kemur væntanlega í hópinn þegar líður á vikuna. Það hefur verið gríðarlega skemmtileg stemning í kringum þessa leiki og ég hef í raun talið niður dagana eins og fyrir jólin fyrir þennan leik. Það virðist vera mikil stemning í þjóðfélaginu fyrir þessum leikjum og maður er rækilega minntur á það á hverjum degi af hverju maður er ennþá í fótboltanum. Það er líklega meiri tilhlökkun fyrir þessum leik heldur en nokkur tíma áður,“ segir markahæsti leikmaður karlaliðsins frá upphafi, með 24 mörk. Stór hluti þjóðarinnar stendur á öndinni fyrir fyrri leikinn á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Allir miðarnir seldust upp á rúmum þremur klukkustundum að næturlagi á dögunum. „Maður hefur sjaldan fundið fyrir jafn miklum áhuga frá fólki hér heima og í raun út um allan heim. Núna verða menn bara að líta á árangur okkar sem liðna tíð og horfa fram á veginn. Væntingarnar eru vissulega miklar en við höfum alla burði til að standa undir þeim.“ Eiður Smári hefur á ferli sínum tekið þátt í gríðarlega mikilvægum leikjum á alþjóðlegan mælikvarða en hann hefur til að mynda unnið ensku og spænsku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu með Barcelona. „Það er erfitt að bera þá stórleiki sem ég hef tekið þátt í saman við leikina gegn Króötum. Ég fæ kannski betri tilfinningu fyrir því í næstu viku þegar landsliðsverkefninu er lokið. Það gefur samt augaleið hvað landsliðið varðar að þetta eru stærstu leikir sem ég hef tekið þátt í.“Ísland er alls staðar í umræðunni Eiður leikur í dag með belgíska liðinu Club Brugge og berst árangur íslenska landsliðsins oft í tal þar í landi. „Þessi árangur okkar hefur auðvitað vakið athygli alls staðar og menn hafa haft samband við maig hvaðanæva úr heiminum til að ræða frammistöðu íslenska landsliðsins. Þegar svona lítil þjóð kemst eins langt og við höfum gert, þá fara menn vissulega að spyrja spurninga. Það mun aftur á móti vekja enn meiri athygli þegar við klárum þetta verkefni gegn Króötum.“ Það er hugur í leikmönnum íslenska landsliðsins og menn eru hvergi nærri saddir. Nú eru tíu lotur búnar og tvær eftir. „Við eigum alltaf möguleika gegn þessari þjóð en við vitum það samt sem áður að liðið þarf sennilega að spila sína bestu leiki til að komast í gegnum þessa hindrun. Við verðum bara að vera bjartsýnir og notfæra okkur allt stress og það adrenalín sem fylgir svona leikjum til góðs. Menn geta farið alveg óhræddir út í þessa leiki. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu sjálfir og getum vel farið áfram.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Eið hér að ofan. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
„Manni finnst eins og það sé meiri tilhlökkun en spenna fyrir þessum leikjum í leikmannahópnum,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Eiður lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd árið 1996 en hann leikur sinn 77. landsleik á ferlinum á föstudaginn er Ísland tekur á móti Króatíu í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fram fer næsta sumar. „Spennan kemur væntanlega í hópinn þegar líður á vikuna. Það hefur verið gríðarlega skemmtileg stemning í kringum þessa leiki og ég hef í raun talið niður dagana eins og fyrir jólin fyrir þennan leik. Það virðist vera mikil stemning í þjóðfélaginu fyrir þessum leikjum og maður er rækilega minntur á það á hverjum degi af hverju maður er ennþá í fótboltanum. Það er líklega meiri tilhlökkun fyrir þessum leik heldur en nokkur tíma áður,“ segir markahæsti leikmaður karlaliðsins frá upphafi, með 24 mörk. Stór hluti þjóðarinnar stendur á öndinni fyrir fyrri leikinn á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Allir miðarnir seldust upp á rúmum þremur klukkustundum að næturlagi á dögunum. „Maður hefur sjaldan fundið fyrir jafn miklum áhuga frá fólki hér heima og í raun út um allan heim. Núna verða menn bara að líta á árangur okkar sem liðna tíð og horfa fram á veginn. Væntingarnar eru vissulega miklar en við höfum alla burði til að standa undir þeim.“ Eiður Smári hefur á ferli sínum tekið þátt í gríðarlega mikilvægum leikjum á alþjóðlegan mælikvarða en hann hefur til að mynda unnið ensku og spænsku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu með Barcelona. „Það er erfitt að bera þá stórleiki sem ég hef tekið þátt í saman við leikina gegn Króötum. Ég fæ kannski betri tilfinningu fyrir því í næstu viku þegar landsliðsverkefninu er lokið. Það gefur samt augaleið hvað landsliðið varðar að þetta eru stærstu leikir sem ég hef tekið þátt í.“Ísland er alls staðar í umræðunni Eiður leikur í dag með belgíska liðinu Club Brugge og berst árangur íslenska landsliðsins oft í tal þar í landi. „Þessi árangur okkar hefur auðvitað vakið athygli alls staðar og menn hafa haft samband við maig hvaðanæva úr heiminum til að ræða frammistöðu íslenska landsliðsins. Þegar svona lítil þjóð kemst eins langt og við höfum gert, þá fara menn vissulega að spyrja spurninga. Það mun aftur á móti vekja enn meiri athygli þegar við klárum þetta verkefni gegn Króötum.“ Það er hugur í leikmönnum íslenska landsliðsins og menn eru hvergi nærri saddir. Nú eru tíu lotur búnar og tvær eftir. „Við eigum alltaf möguleika gegn þessari þjóð en við vitum það samt sem áður að liðið þarf sennilega að spila sína bestu leiki til að komast í gegnum þessa hindrun. Við verðum bara að vera bjartsýnir og notfæra okkur allt stress og það adrenalín sem fylgir svona leikjum til góðs. Menn geta farið alveg óhræddir út í þessa leiki. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu sjálfir og getum vel farið áfram.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Eið hér að ofan.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira