Loksins eru allir leikmenn í toppstandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 06:30 mynd KSÍ „Staðan á hópnum er mjög góð. Þær eru allar heilar og engin veik eða slöpp. Allir í toppstandi. Það er mjög jákvætt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið í gær. Kvennalandsliðið mætir Serbum ytra í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015. Sif Atladóttur var sárt saknað í 2-0 tapinu gegn Sviss og þá fór Margrét Lára Viðarsdóttir meidd af velli í leik með Kristianstad á dögunum. Freyr segir þær hafa æft af kappi líkt og aðrir leikmenn og séu klárar. Okkar stelpur hafa verið við æfingar ytra í vikunni og hafa haft nóg fyrir stafni enda margt sem þarf að ræða og gera. „Við gerðum upp leikinn gegn Sviss á mánudaginn og fórum yfir hvað við lærðum af því verkefni,“ segir Freyr um tapið á Laugardalsvelli í fyrsta leik Íslands í riðlinum. Síðan hafi verið unnið í sóknarleiknum enda markmiðið að halda boltanum betur en tókst gegn Sviss. „Við viljum geta fært leikmenn ofar á völlinn og í betri stöður,“ segir Freyr en einnig hefur umræða um hugarfar og hvert íslenska liðið stefni verið á verkefnalistanum í Serbíu. Freyr er ánægður með viðbrögð leikmanna. „Það eru allir mjög einbeittir og gera sér grein fyrir því sem gengið hefur á síðasta árið hvað úrslit varðar. Allir vilja taka þátt í því að byrja upp á nýtt,“ segir Freyr. Þjálfarinn hélt utan til Serbíu fyrir liðna helgi ásamt Ásmundi Haraldsson, nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Sáu þeir viðureign Serba og Dana sem lauk með 1-1 jafntefli. Óhætt er að segja að úrslitin hafi verið óvænt en Serbar höfðu áður tapað 9-0 fyrir Sviss. „Þær eru vel skipulagðar og hafa lagað það síðan í leiknum við Sviss,“ segir Freyr um andstæðinginn. Ýmislegt kom á óvart í uppstillingu Serba. Þannig lék stjörnuframherjinn Jovana Damnjanovi, sem spilar með Evrópumeisturum Wolfsburg, í stöðu vinstri bakvarðar. Vesna Smiljkovi, leikmaður ÍBV, bar fyrirliðabandið og lék í stöðu hægri bakvarðar. Vesna spilar sömuleiðis allajafna framar á vellinum. „Þær vilja vera með sóknarsinnaða bakverði. Þær spila aftarlega og loka svæðum en eru eldfljótar fram þegar þær sækja,“ segir Freyr. Danka Podovac, miðjumaður Stjörnunnar, er í lykilhlutverki á miðjunni og á að stjórna spili liðsins. Heitt hefur verið í veðri í Serbíu. Um 25 stig í upphafi vikunnar, var um 20 stig í gær og reiknað er með um 15 stiga hita í dag. Spilað verður á FK Obilic-leikvanginum í Belgrad þar sem stelpurnar okkar æfðu í gær. „Völlurinn er sléttur en grjótharður. Ég óskaði eftir því að völlurinn yrði vökvaður og mýktur fyrir leik. Það verður að koma í ljós hvort þeir verða við þeirri ósk. Við vitum hins vegar hvernig völlurinn er og við bregðumst við því.“ Leikurinn í Serbíu hefst klukkan 13 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira
„Staðan á hópnum er mjög góð. Þær eru allar heilar og engin veik eða slöpp. Allir í toppstandi. Það er mjög jákvætt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið í gær. Kvennalandsliðið mætir Serbum ytra í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015. Sif Atladóttur var sárt saknað í 2-0 tapinu gegn Sviss og þá fór Margrét Lára Viðarsdóttir meidd af velli í leik með Kristianstad á dögunum. Freyr segir þær hafa æft af kappi líkt og aðrir leikmenn og séu klárar. Okkar stelpur hafa verið við æfingar ytra í vikunni og hafa haft nóg fyrir stafni enda margt sem þarf að ræða og gera. „Við gerðum upp leikinn gegn Sviss á mánudaginn og fórum yfir hvað við lærðum af því verkefni,“ segir Freyr um tapið á Laugardalsvelli í fyrsta leik Íslands í riðlinum. Síðan hafi verið unnið í sóknarleiknum enda markmiðið að halda boltanum betur en tókst gegn Sviss. „Við viljum geta fært leikmenn ofar á völlinn og í betri stöður,“ segir Freyr en einnig hefur umræða um hugarfar og hvert íslenska liðið stefni verið á verkefnalistanum í Serbíu. Freyr er ánægður með viðbrögð leikmanna. „Það eru allir mjög einbeittir og gera sér grein fyrir því sem gengið hefur á síðasta árið hvað úrslit varðar. Allir vilja taka þátt í því að byrja upp á nýtt,“ segir Freyr. Þjálfarinn hélt utan til Serbíu fyrir liðna helgi ásamt Ásmundi Haraldsson, nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Sáu þeir viðureign Serba og Dana sem lauk með 1-1 jafntefli. Óhætt er að segja að úrslitin hafi verið óvænt en Serbar höfðu áður tapað 9-0 fyrir Sviss. „Þær eru vel skipulagðar og hafa lagað það síðan í leiknum við Sviss,“ segir Freyr um andstæðinginn. Ýmislegt kom á óvart í uppstillingu Serba. Þannig lék stjörnuframherjinn Jovana Damnjanovi, sem spilar með Evrópumeisturum Wolfsburg, í stöðu vinstri bakvarðar. Vesna Smiljkovi, leikmaður ÍBV, bar fyrirliðabandið og lék í stöðu hægri bakvarðar. Vesna spilar sömuleiðis allajafna framar á vellinum. „Þær vilja vera með sóknarsinnaða bakverði. Þær spila aftarlega og loka svæðum en eru eldfljótar fram þegar þær sækja,“ segir Freyr. Danka Podovac, miðjumaður Stjörnunnar, er í lykilhlutverki á miðjunni og á að stjórna spili liðsins. Heitt hefur verið í veðri í Serbíu. Um 25 stig í upphafi vikunnar, var um 20 stig í gær og reiknað er með um 15 stiga hita í dag. Spilað verður á FK Obilic-leikvanginum í Belgrad þar sem stelpurnar okkar æfðu í gær. „Völlurinn er sléttur en grjótharður. Ég óskaði eftir því að völlurinn yrði vökvaður og mýktur fyrir leik. Það verður að koma í ljós hvort þeir verða við þeirri ósk. Við vitum hins vegar hvernig völlurinn er og við bregðumst við því.“ Leikurinn í Serbíu hefst klukkan 13 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira