Loksins eru allir leikmenn í toppstandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 06:30 mynd KSÍ „Staðan á hópnum er mjög góð. Þær eru allar heilar og engin veik eða slöpp. Allir í toppstandi. Það er mjög jákvætt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið í gær. Kvennalandsliðið mætir Serbum ytra í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015. Sif Atladóttur var sárt saknað í 2-0 tapinu gegn Sviss og þá fór Margrét Lára Viðarsdóttir meidd af velli í leik með Kristianstad á dögunum. Freyr segir þær hafa æft af kappi líkt og aðrir leikmenn og séu klárar. Okkar stelpur hafa verið við æfingar ytra í vikunni og hafa haft nóg fyrir stafni enda margt sem þarf að ræða og gera. „Við gerðum upp leikinn gegn Sviss á mánudaginn og fórum yfir hvað við lærðum af því verkefni,“ segir Freyr um tapið á Laugardalsvelli í fyrsta leik Íslands í riðlinum. Síðan hafi verið unnið í sóknarleiknum enda markmiðið að halda boltanum betur en tókst gegn Sviss. „Við viljum geta fært leikmenn ofar á völlinn og í betri stöður,“ segir Freyr en einnig hefur umræða um hugarfar og hvert íslenska liðið stefni verið á verkefnalistanum í Serbíu. Freyr er ánægður með viðbrögð leikmanna. „Það eru allir mjög einbeittir og gera sér grein fyrir því sem gengið hefur á síðasta árið hvað úrslit varðar. Allir vilja taka þátt í því að byrja upp á nýtt,“ segir Freyr. Þjálfarinn hélt utan til Serbíu fyrir liðna helgi ásamt Ásmundi Haraldsson, nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Sáu þeir viðureign Serba og Dana sem lauk með 1-1 jafntefli. Óhætt er að segja að úrslitin hafi verið óvænt en Serbar höfðu áður tapað 9-0 fyrir Sviss. „Þær eru vel skipulagðar og hafa lagað það síðan í leiknum við Sviss,“ segir Freyr um andstæðinginn. Ýmislegt kom á óvart í uppstillingu Serba. Þannig lék stjörnuframherjinn Jovana Damnjanovi, sem spilar með Evrópumeisturum Wolfsburg, í stöðu vinstri bakvarðar. Vesna Smiljkovi, leikmaður ÍBV, bar fyrirliðabandið og lék í stöðu hægri bakvarðar. Vesna spilar sömuleiðis allajafna framar á vellinum. „Þær vilja vera með sóknarsinnaða bakverði. Þær spila aftarlega og loka svæðum en eru eldfljótar fram þegar þær sækja,“ segir Freyr. Danka Podovac, miðjumaður Stjörnunnar, er í lykilhlutverki á miðjunni og á að stjórna spili liðsins. Heitt hefur verið í veðri í Serbíu. Um 25 stig í upphafi vikunnar, var um 20 stig í gær og reiknað er með um 15 stiga hita í dag. Spilað verður á FK Obilic-leikvanginum í Belgrad þar sem stelpurnar okkar æfðu í gær. „Völlurinn er sléttur en grjótharður. Ég óskaði eftir því að völlurinn yrði vökvaður og mýktur fyrir leik. Það verður að koma í ljós hvort þeir verða við þeirri ósk. Við vitum hins vegar hvernig völlurinn er og við bregðumst við því.“ Leikurinn í Serbíu hefst klukkan 13 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Fótbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Sjá meira
„Staðan á hópnum er mjög góð. Þær eru allar heilar og engin veik eða slöpp. Allir í toppstandi. Það er mjög jákvætt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið í gær. Kvennalandsliðið mætir Serbum ytra í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015. Sif Atladóttur var sárt saknað í 2-0 tapinu gegn Sviss og þá fór Margrét Lára Viðarsdóttir meidd af velli í leik með Kristianstad á dögunum. Freyr segir þær hafa æft af kappi líkt og aðrir leikmenn og séu klárar. Okkar stelpur hafa verið við æfingar ytra í vikunni og hafa haft nóg fyrir stafni enda margt sem þarf að ræða og gera. „Við gerðum upp leikinn gegn Sviss á mánudaginn og fórum yfir hvað við lærðum af því verkefni,“ segir Freyr um tapið á Laugardalsvelli í fyrsta leik Íslands í riðlinum. Síðan hafi verið unnið í sóknarleiknum enda markmiðið að halda boltanum betur en tókst gegn Sviss. „Við viljum geta fært leikmenn ofar á völlinn og í betri stöður,“ segir Freyr en einnig hefur umræða um hugarfar og hvert íslenska liðið stefni verið á verkefnalistanum í Serbíu. Freyr er ánægður með viðbrögð leikmanna. „Það eru allir mjög einbeittir og gera sér grein fyrir því sem gengið hefur á síðasta árið hvað úrslit varðar. Allir vilja taka þátt í því að byrja upp á nýtt,“ segir Freyr. Þjálfarinn hélt utan til Serbíu fyrir liðna helgi ásamt Ásmundi Haraldsson, nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Sáu þeir viðureign Serba og Dana sem lauk með 1-1 jafntefli. Óhætt er að segja að úrslitin hafi verið óvænt en Serbar höfðu áður tapað 9-0 fyrir Sviss. „Þær eru vel skipulagðar og hafa lagað það síðan í leiknum við Sviss,“ segir Freyr um andstæðinginn. Ýmislegt kom á óvart í uppstillingu Serba. Þannig lék stjörnuframherjinn Jovana Damnjanovi, sem spilar með Evrópumeisturum Wolfsburg, í stöðu vinstri bakvarðar. Vesna Smiljkovi, leikmaður ÍBV, bar fyrirliðabandið og lék í stöðu hægri bakvarðar. Vesna spilar sömuleiðis allajafna framar á vellinum. „Þær vilja vera með sóknarsinnaða bakverði. Þær spila aftarlega og loka svæðum en eru eldfljótar fram þegar þær sækja,“ segir Freyr. Danka Podovac, miðjumaður Stjörnunnar, er í lykilhlutverki á miðjunni og á að stjórna spili liðsins. Heitt hefur verið í veðri í Serbíu. Um 25 stig í upphafi vikunnar, var um 20 stig í gær og reiknað er með um 15 stiga hita í dag. Spilað verður á FK Obilic-leikvanginum í Belgrad þar sem stelpurnar okkar æfðu í gær. „Völlurinn er sléttur en grjótharður. Ég óskaði eftir því að völlurinn yrði vökvaður og mýktur fyrir leik. Það verður að koma í ljós hvort þeir verða við þeirri ósk. Við vitum hins vegar hvernig völlurinn er og við bregðumst við því.“ Leikurinn í Serbíu hefst klukkan 13 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Fótbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Sjá meira