Innlent

Eftirlaun kvenna í hlutastarfi lægri á Íslandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Að vera í hlutastarfi á meðan börnin eru lítil hefur meiri áhrif á eftirlaunin á Íslandi, í Svíþjóð og Finnlandi, heldur en í Noregi og Danmörku. 
Nordicphotos/Getty
Að vera í hlutastarfi á meðan börnin eru lítil hefur meiri áhrif á eftirlaunin á Íslandi, í Svíþjóð og Finnlandi, heldur en í Noregi og Danmörku. Nordicphotos/Getty
Á Íslandi, í Svíþjóð og Finnlandi verða eftirlaunin 4 til 6 prósentum lægri hjá þeim konum sem eru í hlutastörfum en hjá þeim sem eru í fullu starfi. Munurinn á eftirlaunum þeirra sem eru í fullu starfi og í hlutastarfi í Danmörku og Noregi er hins vegar lítill. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin er út af NIKK, Norrænni rannsóknastofnun í kvenna- og kynjafræðum. Skýrslan um hlutastörf var unnin fyrir Norrænu ráðherranefndina.

Í Danmörku og Noregi fá þær konur sem voru í hlutastarfi 98 til 99 prósent af eftirlaunum þeirra sem voru í fullu starfi. Ástæðan fyrir því að munurinn er svo lítill er sá að í dæmunum sem skoðuð voru vinna konurnar meiri hluta starfsævinnar í fullu starfi sem hefur meiri áhrif á eftirlaunin en árin 10 í hlutastarfi. Auk þess fá konurnar bætur úr eftirlaunakerfinu vegna tíma sem þær voru heima með börnin. Í Danmörku eru auk þess greiddar bætur til láglaunafólks. En ef hlutastarfið hefði varað í meira en 10 ár hefði það haft áhrif á eftirlaunin.

Á Íslandi, í Svíþjóð og Finnlandi eru eftirlaunin fremur reiknuð út frá unnum tímum. Frá þessu er greint á vefnum norden.org.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×