Innlent

Ökufantur játaði eina nauðgun

Stígur Helgason skrifar
Eitt dekkið á bílnum sprakk á flóttanum. Myndin er úr safni.
Eitt dekkið á bílnum sprakk á flóttanum. Myndin er úr safni.
Karlmaður á fertugsaldri játaði fyrr í mánuðinum nauðgun gegn ungri konu í heimahúsi þegar ákæra á hendur honum var þingfest. Annað nauðgunarmál á hendur honum er enn til meðferðar hjá embætti Ríkissaksóknara.

Maðurinn var handtekinn að kvöldi síðasta dags septembermánaðar eftir ofsaakstur og flótta undan lögreglu tólf kílómetra leið frá Rauðavatni, í gegnum Kópavog og inn í Reykjavík. Hann hafði rænt bílnum af öðrum ökumanni eftir árekstur, ekið hluta leiðarinnar ók með sprungið á einum hjólbarðanum og á móti umferð. Þegar hann var loks stöðvaður kastaði hann vínflösku í lögreglumann.

Maðurinn var nýkominn til landsins frá Danmörku, þar sem hann á fjölskyldu, og þótti lögreglu rétt að krefjast farbanns yfir honum vegna útistandanda mála, meðal annars nauðgunarákæru sem var gefin út í janúar og hann hefur nú játað, ákæru á hendur honum fyrir kannabisræktun, sem hann hefur nú að mestu játað líka, auk annars naugðunarmáls sem er til meðferðar. Farbannið gildir til loka mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×