Innlent

Wasabihnetur innkallaðar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Wasabihnetur í 200 gramma pokum frá Heima hafa verið kallaðar inn
Wasabihnetur í 200 gramma pokum frá Heima hafa verið kallaðar inn Aðsend mynd
Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla wasabihnetur undir vörumerkinu HEIMA. Ástæðan er að ekki kemur fram í innihaldslýsingu að hneturnar eru jarðhnetur.

Í vörunni getur einnig greinst snefilmagn af möndlum. Varan hentar því ekki einstaklingum með ofnæmi eða óþol fyrir hnetum.

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×