Dr. Spock og MacGyver eru hetjurnar Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 08:00 Sveinn Guðmundsson hefur gefið út sína fyrstu plötu. „Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“ Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning