Söngvari Yes á svið með Todmobile Freyr Bjarnason skrifar 26. september 2013 08:30 „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira