Líður vel á Íslandi Ása Ottesen skrifar 24. september 2013 10:00 Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona er nýlega flutt til Íslands eftir átta ára dvöl í London. Hún leikur rannsóknarlögreglukonu í sjónpvarpsþáttaröðinni Hraunið. Mynd/Börkur Sigþórsson „Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum. Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum.
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“