Tjónið gæti hlaupið á tugum milljóna Valur Grettisson skrifar 17. september 2013 11:00 Margir bílar voru afar illa farnir eftir sandfokið. Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
„Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira