Bæst hefur í hóp flytjenda á tvennum tónleikum Nýdanskrar næstkomandi laugardag í Hörpu.
Harmonikkubræðurnir Bragi Fannar og Andri Snær Þorsteinssynir munu leika tónlist Daníels Ágústs og félaga upp úr nýútkominni nótnabók sem inniheldur 25 þekktustu lög Nýdanskrar.
Auk þeirra stígur John Grant á svið með hljómsveitinni, en uppselt er á fyrri tónleikana kl. 20 og örfá sæti laus á þá síðari, sem hefjast kl. 23.
Vitað er um hóp norskra aðdáenda Nýdanskrar sem hyggst fjölmenna á tónleikana, en sveitin spilaði í borginni Drammen í ársbyrjun við góðar undirtektir.
Harmonikkubræður með Nýdönsk
