Það er hundaæði á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2013 09:00 Myndband við Glaðasta hund í heimi hefur verið skoðað yfir 100 þúsund sinnum á Youtube. fréttablaðið/valli „Það er hundaæði á Íslandi,“ segir dr. Gunni, spurður út í vinsældir lagsins Glaðasti hundur í heimi. Myndband við lagið hefur verið skoðað yfir eitt hundrað þúsund sinnum á síðunni Youtube. Lagið er það mest selda á Tonlist.is og er í öðru sæti á vinsældarlista Rásar 2. Einnig er það bæði á vinsældarlistum Bylgjunnar og FM 957. „Maður rennir alltaf blint í sjóinn með þessi lög sín. Stundum gerist ekki neitt en einstaka sinnum hittir maður á eitthvað svona sem virkar,“ segir dr. Gunni um lagið sitt. Ýmsir hafa tjáð sig um það á Youtube og sum ummælin eru ekki eins gleðileg og önnur. „Það er alls konar neikvæðni hjá einhverjum gelgjuunglingum. Maður reynir að sleppa því að lesa það til að það eyðileggi ekki fyrir manni daginn.“ Myndband með dansinum sem Jóhann Örn Ólafsson samdi við lagið hefur verið skoðað um 40 þúsund sinnum á Youtube og segist dr. Gunni vera búinn að læra dansinn í viðlaginu. „Þetta er mjög góður dans.“ Aðspurður hvort Glaðasti hundur í heimi muni slá barnalagi hans, Prumpufólkinu, við í vinsældum segir hann: „Það kemur í ljós í desember 2014 þegar ég fæ stefgjöldin.“ Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er hundaæði á Íslandi,“ segir dr. Gunni, spurður út í vinsældir lagsins Glaðasti hundur í heimi. Myndband við lagið hefur verið skoðað yfir eitt hundrað þúsund sinnum á síðunni Youtube. Lagið er það mest selda á Tonlist.is og er í öðru sæti á vinsældarlista Rásar 2. Einnig er það bæði á vinsældarlistum Bylgjunnar og FM 957. „Maður rennir alltaf blint í sjóinn með þessi lög sín. Stundum gerist ekki neitt en einstaka sinnum hittir maður á eitthvað svona sem virkar,“ segir dr. Gunni um lagið sitt. Ýmsir hafa tjáð sig um það á Youtube og sum ummælin eru ekki eins gleðileg og önnur. „Það er alls konar neikvæðni hjá einhverjum gelgjuunglingum. Maður reynir að sleppa því að lesa það til að það eyðileggi ekki fyrir manni daginn.“ Myndband með dansinum sem Jóhann Örn Ólafsson samdi við lagið hefur verið skoðað um 40 þúsund sinnum á Youtube og segist dr. Gunni vera búinn að læra dansinn í viðlaginu. „Þetta er mjög góður dans.“ Aðspurður hvort Glaðasti hundur í heimi muni slá barnalagi hans, Prumpufólkinu, við í vinsældum segir hann: „Það kemur í ljós í desember 2014 þegar ég fæ stefgjöldin.“
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira