Innlent

Vill Þjóðveg númer tvö í kringum Vestfirði

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Miklar framkvæmdir hafa farið fram á vegkaflanum um Vestur- og Austur-Barðastrandarsýslur. Þessi mynd er frá Vatnsfirði í þeirri vestari.
Miklar framkvæmdir hafa farið fram á vegkaflanum um Vestur- og Austur-Barðastrandarsýslur. Þessi mynd er frá Vatnsfirði í þeirri vestari.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur sent innanríkisráðherra, vegamálastjóra sem og þingmönnum Norðvesturkjördæmis áskorun um að gera þjóðveg númer tvö, sem yrði hringvegur um Vestfirði.

„Þá gætu Vestfirðingar stoltir sagt að þeir ættu sinn eigin hringveg og aukið þannig á samkennd milli ólíkra hluta kjálkans á sama tíma og að þjóðvegur númer tvö væri í markaðslegu tilliti auðveldur í kynningu,“ segir Daníel. „Svo væri þetta til þess að ramma inn þær fyrirætlanir í vegaframkvæmdum sem eru og hafa verið á dagskrá allra ríkisstjórna síðustu ára og áratuga.“

Daníel Jakobsson
Hringvegur tvö myndi liggja frá Staðarskála um Strandir til Hólmavíkur, svo um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar og þaðan til Patreksfjarðar um Bíldudal. Frá Patreksfirði um Barðaströnd til Búðardals og yfir Bröttubrekku sem síðan liggur aftur inn á þjóðveg eitt í Borgarfirði.

Hann segir þessa hugmynd líka vera til marks um nýja tíma í samgöngumálum Vestfjarða. „Heilmikið hefur áunnist, segir Jakob. „Nú er til dæmis þjóðvegurinn frá Ísafirði til Reykjavíkur meðal bestu vega á landinu,“ segir hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.