Jakob Frímann notaði sumarfríið til að taka upp plötu og semja lag með Steed Lord Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Svala Björgvinsdóttir söngkona og Jakob Frímann Magnússon sömdu saman lag í Los Angeles í sumar fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann. Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira