Ásgeir Orri: Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu Sara McMahon skrifar 27. ágúst 2013 08:00 Toppurinn Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson skipa upptökuteymið Stop Wait Go. Lag sem þeir sömdu fyrir The Saturdays hefur notið vinsælda. Fréttablaðið/valli „Við erum mjög ánægðir með þetta. Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, sem skipar upptökuteymið Stop Wait Go ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Myndband við lagið Disco Love, sem þeir sömdu og sungið er af bresku stúlknasveitinni The Saturdays, er nú aðgengilegt á Youtube. Lagið var innblásið af danssmellinum I Wanna Dance With Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt árið 1986. „Við sömdum lagið ekki fyrir neinn sérstakan en sendum það út til umboðsskrifstofu okkar. Fyrst var samið um að lagið yrði tekið upp af The Saturdays en þá var ekki víst að það færi neitt lengra. Svo fengum við að vita að lagið yrði á næstu plötu sveitarinnar og síðan var okkur sagt að lagið yrði að smáskífu. Að slíkt takist í fyrstu tilraun er eitthvað sem við megum vera stoltir af,“ útskýrir Ásgeir. „Nú er verið að skoða fleiri lög frá okkur, bæði fyrir þær og aðra listamenn.“ Stop Wait Go-liðar eru með samning við bandaríska umboðsskrifstofu og fá reglulega sendan lista af listamönnum sem eru í leit að nýjum lögum. „Við fáum lista með nöfnum listamannanna og tóndæmi eða aðrar lýsingar frá plötuútgefendum. Svo hefst maður bara handa,“ segir Ásgeir. Þremenningarnir eru allir sjálflærðir tónlistarmenn og vinna tónlistina í þar til gerðum tölvuforritum. Þeir dvöldu í Los Angeles í sex mánuði fyrir jól en hafa verið heima á Íslandi í sumar. Aðspurður kveðst Ásgeir ánægður með myndbandið við lagið og vonast eftir áframhaldandi góðu gengi lagsins. „Ég er mjög ánægður með myndbandið. Það verður spennandi að sjá hversu vel laginu mun ganga í framtíðinni og hvort það nái inn á vinsældarlista,“ segir hann að lokum. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með þetta. Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, sem skipar upptökuteymið Stop Wait Go ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Myndband við lagið Disco Love, sem þeir sömdu og sungið er af bresku stúlknasveitinni The Saturdays, er nú aðgengilegt á Youtube. Lagið var innblásið af danssmellinum I Wanna Dance With Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt árið 1986. „Við sömdum lagið ekki fyrir neinn sérstakan en sendum það út til umboðsskrifstofu okkar. Fyrst var samið um að lagið yrði tekið upp af The Saturdays en þá var ekki víst að það færi neitt lengra. Svo fengum við að vita að lagið yrði á næstu plötu sveitarinnar og síðan var okkur sagt að lagið yrði að smáskífu. Að slíkt takist í fyrstu tilraun er eitthvað sem við megum vera stoltir af,“ útskýrir Ásgeir. „Nú er verið að skoða fleiri lög frá okkur, bæði fyrir þær og aðra listamenn.“ Stop Wait Go-liðar eru með samning við bandaríska umboðsskrifstofu og fá reglulega sendan lista af listamönnum sem eru í leit að nýjum lögum. „Við fáum lista með nöfnum listamannanna og tóndæmi eða aðrar lýsingar frá plötuútgefendum. Svo hefst maður bara handa,“ segir Ásgeir. Þremenningarnir eru allir sjálflærðir tónlistarmenn og vinna tónlistina í þar til gerðum tölvuforritum. Þeir dvöldu í Los Angeles í sex mánuði fyrir jól en hafa verið heima á Íslandi í sumar. Aðspurður kveðst Ásgeir ánægður með myndbandið við lagið og vonast eftir áframhaldandi góðu gengi lagsins. „Ég er mjög ánægður með myndbandið. Það verður spennandi að sjá hversu vel laginu mun ganga í framtíðinni og hvort það nái inn á vinsældarlista,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira