Grátandi barn rifið upp á handleggnum og rassskellt Valur Grettisson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Ungbarnaleikskólinn 101 á Bræðraborgarstíg. Fréttablaðið/GVA Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira