(R)appari snýr aftur Freyr Bjarnason skrifar 3. júlí 2013 23:00 Rappkóngurinn Jay-Z hefur gefið út sína tólftu hljóðversplötu. nordicphotos/getty Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð. Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð.
Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“