Óvissa með framtíð Goðafoss Freyr Bjarnason skrifar 19. júní 2013 10:00 Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar ofurgrúppunnar goðafoss verða haldnir. mynd/alma geirdal Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar nýstofnuðu ofurgrúppunnar Goðafoss verða eftir að tónleikum Deep Purple í Laugardalshöll var aflýst á dögunum. Goðafoss, sem er skipuð fyrrum meðlimum Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican, átti að hita upp fyrir rokkhundana í Deep Purple 12. júlí en ekkert verður af því. „Þetta er svekkjandi fyrir okkur að því leytinu að við fengum geysimikil viðbrögð við okkar áformum um að spila þarna og koma saman. En það þýðir ekkert að við séum hættir með hugmyndina. Þessu verður haldið á lágstraumi þangað til við finnum rétta tækifærið,“ segir forsprakkinn Magnús Kjartansson aðspurður. „Það er ekki á allt kosið. Það stutt síðan Deep Purple kom síðast til Íslands og kannski voru þeir búnir að yfirkeyra þennan markað.“ Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson átti einnig að hita upp fyrir Deep Purple. Hann hlakkaði sömuleiðis mikið til tónleikanna, enda hefur hann starfrækt Deep Purple-heiðurshljómsveit, auk þess sem hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna með því að syngja lag Deep Purple, Perfect Strangers. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar nýstofnuðu ofurgrúppunnar Goðafoss verða eftir að tónleikum Deep Purple í Laugardalshöll var aflýst á dögunum. Goðafoss, sem er skipuð fyrrum meðlimum Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican, átti að hita upp fyrir rokkhundana í Deep Purple 12. júlí en ekkert verður af því. „Þetta er svekkjandi fyrir okkur að því leytinu að við fengum geysimikil viðbrögð við okkar áformum um að spila þarna og koma saman. En það þýðir ekkert að við séum hættir með hugmyndina. Þessu verður haldið á lágstraumi þangað til við finnum rétta tækifærið,“ segir forsprakkinn Magnús Kjartansson aðspurður. „Það er ekki á allt kosið. Það stutt síðan Deep Purple kom síðast til Íslands og kannski voru þeir búnir að yfirkeyra þennan markað.“ Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson átti einnig að hita upp fyrir Deep Purple. Hann hlakkaði sömuleiðis mikið til tónleikanna, enda hefur hann starfrækt Deep Purple-heiðurshljómsveit, auk þess sem hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna með því að syngja lag Deep Purple, Perfect Strangers.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira