Úr ferskeytlum í rapp Sara McMahon skrifar 13. maí 2013 15:00 Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður kenndi grunnskólabörnum að yrkja ljóð. fréttablaðið/valli „Ég fór um bekki hér og þar og kenndi börnum að semja ljóð. Ég byrjaði á því að láta þau finna orð sem þeim þóttu falleg og svo unnu þau út frá þeim. Ljóðin þurftu hvorki að vera rytmísk né rímuð,“ segir Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður sem kenndi grunnskólabörnum að semja ljóð, en kennslan var liður í barnamenningarhátíð Reykjavíkur sem fram fór dagana 23. til 28. apríl. Arnljótur er bassaleikari og söngvari reggísveitarinnar Ojba Rasta og einnig meðlimur í rappsveitinni Fallegum mönnum. Hann hóf snemma að setja saman ferskeytlur og var skáldið Æri Tobbi í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég byrjaði á því að vera bragfræðilegur en færðist svo yfir í rappið á unglingsárunum. Vinir mínir voru mikið í „free-styling“ og ég varð auðvitað að vera jafn sniðugur og þeir. Í rappinu var ekki gerð sú krafa að maður yrði að vera Nóbelskáld í fyrstu setningu, maður þurfti bara að vera fljótur að grípa í tungumálið.“ Móðir Arnljóts er að hans sögn mikill hagyrðingur og meðlimur í Kvæðamannafélaginu Iðunni. „Þetta er í ættinni. Áhuginn á ljóðlist er í raun í báðum ættum mínum,“ segir hann. Börnin sem sóttu námskeiðin hjá Arnljóti voru öll efnileg skáld að hans mati. „Þau voru öll lítil tón- og ljóðskáld og ég varð sjálfur fyrir miklum innblæstri – ætli ég hafi ekki lært meira af þeim, en þau af mér. Mér skilst að sum hafi haldið áfram að semja ljóð eftir tímann og það þykir mér gleðilegt. Kannski hefur svolítið ljóðaæði gripið um sig í grunnskólum borgarinnar eftir þetta,“ segir hann í gamansömum tón. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég fór um bekki hér og þar og kenndi börnum að semja ljóð. Ég byrjaði á því að láta þau finna orð sem þeim þóttu falleg og svo unnu þau út frá þeim. Ljóðin þurftu hvorki að vera rytmísk né rímuð,“ segir Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður sem kenndi grunnskólabörnum að semja ljóð, en kennslan var liður í barnamenningarhátíð Reykjavíkur sem fram fór dagana 23. til 28. apríl. Arnljótur er bassaleikari og söngvari reggísveitarinnar Ojba Rasta og einnig meðlimur í rappsveitinni Fallegum mönnum. Hann hóf snemma að setja saman ferskeytlur og var skáldið Æri Tobbi í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég byrjaði á því að vera bragfræðilegur en færðist svo yfir í rappið á unglingsárunum. Vinir mínir voru mikið í „free-styling“ og ég varð auðvitað að vera jafn sniðugur og þeir. Í rappinu var ekki gerð sú krafa að maður yrði að vera Nóbelskáld í fyrstu setningu, maður þurfti bara að vera fljótur að grípa í tungumálið.“ Móðir Arnljóts er að hans sögn mikill hagyrðingur og meðlimur í Kvæðamannafélaginu Iðunni. „Þetta er í ættinni. Áhuginn á ljóðlist er í raun í báðum ættum mínum,“ segir hann. Börnin sem sóttu námskeiðin hjá Arnljóti voru öll efnileg skáld að hans mati. „Þau voru öll lítil tón- og ljóðskáld og ég varð sjálfur fyrir miklum innblæstri – ætli ég hafi ekki lært meira af þeim, en þau af mér. Mér skilst að sum hafi haldið áfram að semja ljóð eftir tímann og það þykir mér gleðilegt. Kannski hefur svolítið ljóðaæði gripið um sig í grunnskólum borgarinnar eftir þetta,“ segir hann í gamansömum tón.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira