Fótbolti

Króatarnir komnir á Grand hótel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luka Modric, leikmaður Real Madrid og króatíska landsliðsins.
Luka Modric, leikmaður Real Madrid og króatíska landsliðsins. Mynd/Valli
Liðsmenn króatíska landsliðsins í knattspyrnu mættu á Grand Hótel í kvöld eftir flugferð frá Zagreb til Keflavíkur.

Luka Modric, Ivica Olic og félagar virtust í fínum gír þegar þeir mættu á hótelið sem mun hýsa þá fram á laugardag.

Nokkrir stuðningsmenn Króata voru mættir á svæðið og fengu myndir með hetjunum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, náði myndum af Króötum við komuna til Reykjavíkur í kvöld.

Ivica Olic, leikmaður Wolfsburg og króatíska landsliðsins, lengst til vinstri.Mynd/Valli
Dario Srna, leikmanni Shaktar Donetsk og króatíska landsliðsins, virðist hafa verið nokkuð kalt við komuna til Íslands.Mynd/Valli
Niko Kovac, þjálfari króatíska landsliðsins.Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×