Foringjarnir ósáttir við Grænu gönguna Sunna Valgerðardóttir skrifar 30. apríl 2013 07:00 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hvaða hópa sem er hafa rétt á því að vekja athygli á sínum málefnum hvenær sem er, meira að segja fyrsta maí. Fréttablaðið/Daníel „Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. „Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig. Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir verkalýðshreyfinguna ekki huga nægilega mikið að umhverfismálum. „Á sama tíma og ég skil að verkalýðsleiðtogar vilji hafa þennan dag fyrir sig verða þeir að skilja að umhverfisvernd er að verða ansi snar þáttur í að verja lífskjör,“ segir hann. „Ég held að umhverfismál séu víða tekin upp á degi verkalýðsins.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir gönguna ekki vera skipulagða sem samkeppni við verkalýðinn. „Þetta hitti á þennan dag því þetta er frídagur og svo viljum við koma málum okkar á framfæri áður en ný ríkisstjórn verður mynduð,“ segir hann. „Það er ekki verið að beina þessu gegn verkalýðshreyfingunni á nokkurn hátt.“ Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. „Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig. Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir verkalýðshreyfinguna ekki huga nægilega mikið að umhverfismálum. „Á sama tíma og ég skil að verkalýðsleiðtogar vilji hafa þennan dag fyrir sig verða þeir að skilja að umhverfisvernd er að verða ansi snar þáttur í að verja lífskjör,“ segir hann. „Ég held að umhverfismál séu víða tekin upp á degi verkalýðsins.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir gönguna ekki vera skipulagða sem samkeppni við verkalýðinn. „Þetta hitti á þennan dag því þetta er frídagur og svo viljum við koma málum okkar á framfæri áður en ný ríkisstjórn verður mynduð,“ segir hann. „Það er ekki verið að beina þessu gegn verkalýðshreyfingunni á nokkurn hátt.“
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira