Vinir leikkonunnar Lindsay Lohan segja hana æfa vegna þess sem ungstirnið Justin Bieber sagði um hana á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu.
Bieber skrifaði á Twitter að þeir sem kysu að bera hann saman við Lohan ættu að líta á skattgreiðslur hennar fyrir árið 2012 og sjá muninn á þeim. Í kjölfarið fylgdi broskall að samfélagsmiðla sið.
Bieber eyddi ummælunum skömmu síðar en Lindsay mun hafa orðið afar sár og reið því hún hafi aldrei átt í neinum útistöðum við Bieber að henni vitandi.
Lohan reið út í Justin Bieber
