Orðin nógu þroskuð til þess að taka hrósi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm." Menning Mest lesið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Margot Robbie orðin mamma Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Lífið Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm."
Menning Mest lesið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Margot Robbie orðin mamma Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Lífið Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira