Hitti Justin Bieber og hágrét í klukkutíma Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Auður Eva með átrúnaðargoði sínu Justin Bieber baksviðs í London. "Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
"Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira