Ekki kynferðisbrot ef tilgangur var að meiða 2. febrúar 2013 08:00 komið fyrir dóm Árásin átti upptök sín í ósætti Andreu Unnarsdóttur og brotaþolans. Dómur yfir Andreu var þyngdur í Hæstarétti. fréttablaðið/anton Fjórir dómarar við Hæstarétt komust að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm konu væri ekki kynferðisbrot. Ástæðan er sú að ásetningur hafi aðeins verið að meiða fórnarlambið. Það teljist því líkamsárás. Dómurinn féll fyrr í vikunni í líkamsárásarmáli gegn þeim Andreu Unnarsdóttur, Jóni Ólafssyni, Elíasi Valdimar Jónssyni, Óttari Gunnarssyni og tveimur öðrum. Þau þrjú fyrstu voru sakfelld fyrir kynferðisbrot í héraðsdómi en neituðu öll að hafa beitt slíku ofbeldi. Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson komust að þessari niðurstöðu. Fimmti hæstaréttardómarinn, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði sératkvæði og er ósammála þessari túlkun hinna dómaranna. „Með þessum verknaði beitti hann brotaþola grófu kynferðislegu ofbeldi og braut þannig freklega gegn kynfrelsi hennar. Er fallist á með ákæruvaldinu að þessi háttsemi hafi verið af kynferðislegum toga og afar niðurlægjandi fyrir brotaþola. Skiptir ekki máli hvort tilgangur ákærða hafi verið einhver annar en að veita sér kynferðislega fullnægju, enda nægir að verknaður sé almennt til þess fallinn.“ Ingibjörg bendir á þrjá dóma máli sínu til stuðnings, meðal annars hæstaréttardóm þar sem maður var sakfelldur fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í endaþarm konu sem hafði þvaglát á Austurvelli. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari sagði í samtali við Rúv í gær að með þessum dómi væri stigið skref aftur á bak þar sem horfið væri frá því að tryggja kynfrelsi brotaþola. Þrátt fyrir að refsiramminn væri sá sami skipti dómurinn máli vegna fordæmis. „Við teljum að þarna sé í raun og veru fráhvarf frá því sem ætlun löggjafans var, að tryggja kynfrelsi brotaþola og leggja áherslu á verknaðinn, ekki hvaða hvatir liggja að baki.“ - þeb Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fjórir dómarar við Hæstarétt komust að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm konu væri ekki kynferðisbrot. Ástæðan er sú að ásetningur hafi aðeins verið að meiða fórnarlambið. Það teljist því líkamsárás. Dómurinn féll fyrr í vikunni í líkamsárásarmáli gegn þeim Andreu Unnarsdóttur, Jóni Ólafssyni, Elíasi Valdimar Jónssyni, Óttari Gunnarssyni og tveimur öðrum. Þau þrjú fyrstu voru sakfelld fyrir kynferðisbrot í héraðsdómi en neituðu öll að hafa beitt slíku ofbeldi. Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson komust að þessari niðurstöðu. Fimmti hæstaréttardómarinn, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði sératkvæði og er ósammála þessari túlkun hinna dómaranna. „Með þessum verknaði beitti hann brotaþola grófu kynferðislegu ofbeldi og braut þannig freklega gegn kynfrelsi hennar. Er fallist á með ákæruvaldinu að þessi háttsemi hafi verið af kynferðislegum toga og afar niðurlægjandi fyrir brotaþola. Skiptir ekki máli hvort tilgangur ákærða hafi verið einhver annar en að veita sér kynferðislega fullnægju, enda nægir að verknaður sé almennt til þess fallinn.“ Ingibjörg bendir á þrjá dóma máli sínu til stuðnings, meðal annars hæstaréttardóm þar sem maður var sakfelldur fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í endaþarm konu sem hafði þvaglát á Austurvelli. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari sagði í samtali við Rúv í gær að með þessum dómi væri stigið skref aftur á bak þar sem horfið væri frá því að tryggja kynfrelsi brotaþola. Þrátt fyrir að refsiramminn væri sá sami skipti dómurinn máli vegna fordæmis. „Við teljum að þarna sé í raun og veru fráhvarf frá því sem ætlun löggjafans var, að tryggja kynfrelsi brotaþola og leggja áherslu á verknaðinn, ekki hvaða hvatir liggja að baki.“ - þeb
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent