Gunnlaugur Jónsson verður ráðinn þjálfari ÍA síðar í dag en hefur íþróttadeild 365 eftir áreiðanlegum heimildum.
Gunnlaugur kom HK-ingum upp í 1.deild í sumar en Skagamenn munu einmitt leiki í þeirri deild næsta sumar þar sem ÍA féll úr Pepsi-deildinni á nýafstöðnu tímabili.
Þjálfarinn er af Skaganum og má segja að hann sé kominn heim en Gunnlaugur lék með ÍA í mörg ár. Hann hefur þjálfað Selfoss, Val, KA og HK á sínum þjálfaraferli.
Hann tekur við af Þorvaldi Örlygssyni sem var með Skagamenn síðari hluta Pepsi-deildarinnar í sumar.
