Litli sæti króginn er orðinn tíu ára og heljarinnar mikið batterí Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júlí 2013 11:00 Elfar Logi segist eiginlega ekki hafa valið einleiksformið meðvitað, það hafi frekar valið hann. Fréttablaðið/GVA Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin á Suðureyri dagana 8.-11. ágúst. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og er hún orðin elsta leiklistarhátíð á landinu. Upphafsmaður hennar er Elfar Logi Hannesson leikari. „Þetta gerðist allt mjög hratt, eins og gerist oft hér fyrir vestan,“ segir Elfar Logi Hannesson spurður hvað hafi orðið til þess að hann fór af stað með Act alone-hátíðina fyrir tíu árum. „Oft eru þetta reyndar einhverjar galnar hugmyndir sem ekki komast í framkvæmd, en þessi varð að veruleika, sem betur fer, og er nú orðin elsta leiklistarhátíð landsins og sú stærsta utan höfuðborgarinnar.“ Elfar Logi segir hátíðina til að byrja með hafa verið „lítinn sætan króga“, þrjár sýningar og einn fyrirlestur, en hún hafi heldur betur vaxið úr grasi og í ár verði um tuttugu viðburðir á Act Alone. „Eins og gerist með margar góðar hugmyndir þá varð þessi stjórnlaus og hélt sína leið, ég þurfti bara að elta.“ Svo umfangsmikil er Act alone-hátíðin orðin að í vor var í fyrsta sinn stofnuð stjórn til að sjá um framkvæmd hennar. Í henni sitja engir aukvisar; Jón Viðar Jónsson, Rakel Garðarsdóttir og Sigurður Pétursson og meðstjórnendur eru þau Ilmur Kristjánsdóttir og Elías Guðmundsson. „Þetta er orðið heljarinnar batterí,“ segir Elfar Logi. „En við höfum samt náð að halda upphaflegu hugmyndinni til streitu. Hún var einfaldlega sú að kynna einleiksformið og bjóða upp á rjómann af einleiksárinu hverju sinni, sem og nýjar, ferskar, tilraunakenndar sýningar.“Bjarni Haukur Þórsson - How to become Icelandic in 60 minutes. Víkingur Kristjánsson - Kistuberi. Álfrún Helga Örnólfsdóttir - Kameljón. Mugison - Heldur tónleika. Helga Arnalds - Skrímslið litla systir mín.Þú hefur sjálfur verið einna ötulastur á landinu við sýningu einleikja, hvað er það við þetta form sem heillar þig svona mikið? „Það er góð spurning. Yfirleitt ræður maður ekki miklu í lífi sínu sem leikari og listamaður og þó mann dreymi kannski stundum um stóra sigra á stórum leiksviðum þá hefur þetta form bara heltekið mig alveg frá því ég byrjaði að fást við það árið 2001. Þannig að formið hefur eiginlega valið mig frekar en öfugt. Þetta er líka rosaleg áskorun og ég held að í þessu formi sjáist það fljótar en í mörgum öðrum hvort hlutirnir ganga upp eða ekki.“ Hátíðin í ár fer fram á Suðureyri, verður þorpið ekki algjörlega undirlagt þessa daga? „Jú, það má segja það. Við höfum hingað til verið á Ísafirði en í fyrra komu til okkar miklir hugsjónamenn í ferðamennskunni og atvinnulífinu á Suðureyri sem sáu sér hag í því að fá Act alone yfir til sín. Svona hátíð fylgir nefnilega fleira en einstök skemmtun. Þetta hefur töluverð áhrif á efnahagskerfið, hvað þá í svona litlu þorpi. Þannig að okkur fannst bara fallegt að færa okkur þarna yfir, enda tilheyrir Suðureyri Ísafjarðarbæ svo við erum ekki að taka hátíðina úr bænum.“ Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar og Elfar Logi segir það eitt af því sem sett var í stefnuskrá strax í upphafi. „Það hefur alltaf verið frítt inn og mun alltaf verða. Það er óumbreytanlegt.“ Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin á Suðureyri dagana 8.-11. ágúst. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og er hún orðin elsta leiklistarhátíð á landinu. Upphafsmaður hennar er Elfar Logi Hannesson leikari. „Þetta gerðist allt mjög hratt, eins og gerist oft hér fyrir vestan,“ segir Elfar Logi Hannesson spurður hvað hafi orðið til þess að hann fór af stað með Act alone-hátíðina fyrir tíu árum. „Oft eru þetta reyndar einhverjar galnar hugmyndir sem ekki komast í framkvæmd, en þessi varð að veruleika, sem betur fer, og er nú orðin elsta leiklistarhátíð landsins og sú stærsta utan höfuðborgarinnar.“ Elfar Logi segir hátíðina til að byrja með hafa verið „lítinn sætan króga“, þrjár sýningar og einn fyrirlestur, en hún hafi heldur betur vaxið úr grasi og í ár verði um tuttugu viðburðir á Act Alone. „Eins og gerist með margar góðar hugmyndir þá varð þessi stjórnlaus og hélt sína leið, ég þurfti bara að elta.“ Svo umfangsmikil er Act alone-hátíðin orðin að í vor var í fyrsta sinn stofnuð stjórn til að sjá um framkvæmd hennar. Í henni sitja engir aukvisar; Jón Viðar Jónsson, Rakel Garðarsdóttir og Sigurður Pétursson og meðstjórnendur eru þau Ilmur Kristjánsdóttir og Elías Guðmundsson. „Þetta er orðið heljarinnar batterí,“ segir Elfar Logi. „En við höfum samt náð að halda upphaflegu hugmyndinni til streitu. Hún var einfaldlega sú að kynna einleiksformið og bjóða upp á rjómann af einleiksárinu hverju sinni, sem og nýjar, ferskar, tilraunakenndar sýningar.“Bjarni Haukur Þórsson - How to become Icelandic in 60 minutes. Víkingur Kristjánsson - Kistuberi. Álfrún Helga Örnólfsdóttir - Kameljón. Mugison - Heldur tónleika. Helga Arnalds - Skrímslið litla systir mín.Þú hefur sjálfur verið einna ötulastur á landinu við sýningu einleikja, hvað er það við þetta form sem heillar þig svona mikið? „Það er góð spurning. Yfirleitt ræður maður ekki miklu í lífi sínu sem leikari og listamaður og þó mann dreymi kannski stundum um stóra sigra á stórum leiksviðum þá hefur þetta form bara heltekið mig alveg frá því ég byrjaði að fást við það árið 2001. Þannig að formið hefur eiginlega valið mig frekar en öfugt. Þetta er líka rosaleg áskorun og ég held að í þessu formi sjáist það fljótar en í mörgum öðrum hvort hlutirnir ganga upp eða ekki.“ Hátíðin í ár fer fram á Suðureyri, verður þorpið ekki algjörlega undirlagt þessa daga? „Jú, það má segja það. Við höfum hingað til verið á Ísafirði en í fyrra komu til okkar miklir hugsjónamenn í ferðamennskunni og atvinnulífinu á Suðureyri sem sáu sér hag í því að fá Act alone yfir til sín. Svona hátíð fylgir nefnilega fleira en einstök skemmtun. Þetta hefur töluverð áhrif á efnahagskerfið, hvað þá í svona litlu þorpi. Þannig að okkur fannst bara fallegt að færa okkur þarna yfir, enda tilheyrir Suðureyri Ísafjarðarbæ svo við erum ekki að taka hátíðina úr bænum.“ Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar og Elfar Logi segir það eitt af því sem sett var í stefnuskrá strax í upphafi. „Það hefur alltaf verið frítt inn og mun alltaf verða. Það er óumbreytanlegt.“
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“