Fótbolti

Alfreð heitasti framherji heims | Skákar Lionel Messi

Alfreð hefur verið sjóðheitur í vetur.
Alfreð hefur verið sjóðheitur í vetur.
Vefsíðan bleacherreport.com hefur gefið út lista yfir heitustu framherja heims í dag. Þar er á toppnum okkar maður, Alfreð Finnbogason.

Þó svo Alfreð komist ekki í byrjunarlið íslenska landsliðsins þá hefur hann skorað 10 mörk í 7 leikjum fyrir Heerenveen í vetur. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar, Diego Costa, er í öðru sæti listans og besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, þarf að sætta sig við bronsið.

Þetta er enn ein viðurkenningin fyrir Alfreð og ljóst að frammistaða hans fer ekki fram hjá knattspyrnuáhugamönnum í heiminum.

Topp tíu listi Bleacher Report:

1. Alfreð Finnbogason, Heerenvenn

2. Diego Costa, Atletico Madrid

3. Lionel Messi, Barcelona

4. Jackson Martinez, Porto

5. Daniel Sturridge, Liverpool

6. Jordan Rhodes, Blackburn Rovers

7. Robert Lewandowski, Dortmund

8. Romelu Lukaku, Everton

9. Pierre-Michel Lasogga, Hamburg

10. Emmanuel Gigliotti, Boca Juniors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×