Ólafur Darri er hin nýja ungfrú klukka 9. febrúar 2013 17:00 Ólafur Darri Ólafsson mun lesa fyrir klukkuna og símann í framtíðinni. fréttablaðiða/anton „Það er svolítið skemmtilegt að vera klukka. En það er verulega skrítin tilfinning,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Hann tekur við af Ingibjörgu Björnsdóttur leikkonu sem rödd klukkunnar síðar í þessum mánuði og mun því svara með djúpri og ómþýðri rödd sinni þegar fólk hringir í 115 og biður um tímann. Ólafur Darri verður fyrsti karlmaðurinn sem gegnir hlutverkinu. Fyrsta Ungfrú klukka leit dagsins ljós 1937 þegar Halldóra Briem ljáði henni rödd sína. Sigríður Hagalín leikkona tók við af henni og var klukkan í þrjátíu ár en frá 1994 hefur Ingibjörg talað fyrir klukkuna. Núna er röðin komin að Ólafi Darra, sem hélt að enginn hringdi lengur í klukkuna þegar honum var boðið starfið. „Ég man eftir því að maður gerði það oft fyrir tíma gemsans.“ Aðspurður segist hann vera stundvís maður og því á þetta nýja starf eflaust vel við hann. „Mér finnst ég sæmilega stundvís en ég er ekki viss um að aðrir séu sammála því.“ Ólafur Darri er einnig orðinn rödd Símans, sem hefur einmitt klukkuna á sinni könnu, og tekur hann við því starfi af leikstjóranum Reyni Lyngdal. Leikarinn hefur töluverða reynslu af raddsetningu því hann var rödd Skjás eins þangað til fyrir áratug. Einnig var hann rödd Sambíóanna og N1 í mörg ár. „Ég var mjög ánægður með fyrri vinnuveitendurna. Það var gott að vinna með þeim en hagræðingin fyrir mig felst í því að bæði er spennandi að vinna fyrir Símann og svo var ég alltaf að lesa fyrir tvö fyrirtæki. Það er gott að vera bara á einum stað.“ Hvernig lýsir starfið sér? „Ég þarft alltaf að koma nokkrum sinnum í mánuði þegar það koma nýir hlutir sem þarf að gera. Svo eru það klassíkerar sem maður gerir bara einu sinni, eins og símsvarar og annað slíkt. Þetta er alveg smá vinna en ekki mikil.“ Aðspurður hvað það er við röddina hans sem er svona eftirsóknarvert segist hann ekki vita það með vissu. „Röddin mín er bara guðsgjöf og ég er afskaplega þakklátur fyrir hana. Við leikarar erum síst of launaháir og hún hefur hjálpað mér að lifa sómasamlegu lífi í þessu starfi.“ Þarftu ekki að passa vel upp á röddina, eins og söngvarar gera jafnan? „Ég segi það nú ekki en ég er hættur að reykja. Það er það sem ég er ánægðastur með að hafa lagt í púkkið.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
„Það er svolítið skemmtilegt að vera klukka. En það er verulega skrítin tilfinning,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Hann tekur við af Ingibjörgu Björnsdóttur leikkonu sem rödd klukkunnar síðar í þessum mánuði og mun því svara með djúpri og ómþýðri rödd sinni þegar fólk hringir í 115 og biður um tímann. Ólafur Darri verður fyrsti karlmaðurinn sem gegnir hlutverkinu. Fyrsta Ungfrú klukka leit dagsins ljós 1937 þegar Halldóra Briem ljáði henni rödd sína. Sigríður Hagalín leikkona tók við af henni og var klukkan í þrjátíu ár en frá 1994 hefur Ingibjörg talað fyrir klukkuna. Núna er röðin komin að Ólafi Darra, sem hélt að enginn hringdi lengur í klukkuna þegar honum var boðið starfið. „Ég man eftir því að maður gerði það oft fyrir tíma gemsans.“ Aðspurður segist hann vera stundvís maður og því á þetta nýja starf eflaust vel við hann. „Mér finnst ég sæmilega stundvís en ég er ekki viss um að aðrir séu sammála því.“ Ólafur Darri er einnig orðinn rödd Símans, sem hefur einmitt klukkuna á sinni könnu, og tekur hann við því starfi af leikstjóranum Reyni Lyngdal. Leikarinn hefur töluverða reynslu af raddsetningu því hann var rödd Skjás eins þangað til fyrir áratug. Einnig var hann rödd Sambíóanna og N1 í mörg ár. „Ég var mjög ánægður með fyrri vinnuveitendurna. Það var gott að vinna með þeim en hagræðingin fyrir mig felst í því að bæði er spennandi að vinna fyrir Símann og svo var ég alltaf að lesa fyrir tvö fyrirtæki. Það er gott að vera bara á einum stað.“ Hvernig lýsir starfið sér? „Ég þarft alltaf að koma nokkrum sinnum í mánuði þegar það koma nýir hlutir sem þarf að gera. Svo eru það klassíkerar sem maður gerir bara einu sinni, eins og símsvarar og annað slíkt. Þetta er alveg smá vinna en ekki mikil.“ Aðspurður hvað það er við röddina hans sem er svona eftirsóknarvert segist hann ekki vita það með vissu. „Röddin mín er bara guðsgjöf og ég er afskaplega þakklátur fyrir hana. Við leikarar erum síst of launaháir og hún hefur hjálpað mér að lifa sómasamlegu lífi í þessu starfi.“ Þarftu ekki að passa vel upp á röddina, eins og söngvarar gera jafnan? „Ég segi það nú ekki en ég er hættur að reykja. Það er það sem ég er ánægðastur með að hafa lagt í púkkið.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira