Bréfamaraþon Amnesty stærsti mannréttindaviðburður heims Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. desember 2013 15:02 Jóni Gnarr borgarstjóri og Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi heimsóttu Íslandsdeild Amnesty International í gær og skrifuðu undir aðgerðakort bréfamaraþonsins. Amnesty International stendur fyrir bréfamaraþoni Amnesty dagana í kringum 10. desember, en þá er alþjóðlegum mannréttindadegi fagnað. Um er að ræða stærsta mannréttindaviðburð heims, og munu tugþúsundir einstaklinga koma saman í 77 löndum um allan heim í þeim tilgangi að sýna þolendum mannréttindabrota stuðning og þrýsta á stjórnvöld sem bera ábyrgð á pyndingum, óréttmætri fangelsun og annarri illri meðferð á einstaklingum í eigin landi. Í tilkynningu segir að á Íslandi sé búist við að send verði utan rúmlega 50 þúsund bréf, kort og undirskriftir á bréfamaraþoninu sem fram fer á fjórtán stöðum á landinu. Upplýsingar um staðina sem bréfamaraþonið fer fram er að finna á heimasíðu Amnesty. Á sumum stöðum halda einstaklingar utan um framkvæmd bréfamaraþonsins en annars staðar var leitað eftir þátttöku almenningsbókasafna. Þá taka ellefu framhaldsskólar víðs vegar um landið þátt.Jón Gnarr skrifar undir aðgerðakort.Bréfin bera árangur Fjöldi einstaklinga sem hafa sent Amnesty International þakkarbréf í gegnum árin votta það að bréfin beri árangur. Þau lýsa öll á einlægan hátt þeim áhrifamætti sem býr í þeirri einföldu aðgerð að setja blek á blað. Fyrir þolendur mannréttindabrota og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Einu bréfi til stjórnvalda er kannski ýtt til hliðar en það er erfitt að hunsa þúsundir slíkra bréfa sem öll fela í sér kröfu til stjórnvalda um úrbætur. Þátttaka Íslendinga, á árinu sem senn er að líða, í aðgerðum í þágu þolenda mannréttindabrota slær öll met. Um 30 þúsund Íslendingar eða 10 prósent landsmanna tóku þátt í 150 þúsund aðgerðum Íslandsdeildarinnar á árinu 2013. Þeir sem ekki komast á einhvern þeirra staða sem að bréfamaraþonið er haldið geta tekið þátt á netákallssíðu Íslandsdeildar Amnesty International. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Amnesty International stendur fyrir bréfamaraþoni Amnesty dagana í kringum 10. desember, en þá er alþjóðlegum mannréttindadegi fagnað. Um er að ræða stærsta mannréttindaviðburð heims, og munu tugþúsundir einstaklinga koma saman í 77 löndum um allan heim í þeim tilgangi að sýna þolendum mannréttindabrota stuðning og þrýsta á stjórnvöld sem bera ábyrgð á pyndingum, óréttmætri fangelsun og annarri illri meðferð á einstaklingum í eigin landi. Í tilkynningu segir að á Íslandi sé búist við að send verði utan rúmlega 50 þúsund bréf, kort og undirskriftir á bréfamaraþoninu sem fram fer á fjórtán stöðum á landinu. Upplýsingar um staðina sem bréfamaraþonið fer fram er að finna á heimasíðu Amnesty. Á sumum stöðum halda einstaklingar utan um framkvæmd bréfamaraþonsins en annars staðar var leitað eftir þátttöku almenningsbókasafna. Þá taka ellefu framhaldsskólar víðs vegar um landið þátt.Jón Gnarr skrifar undir aðgerðakort.Bréfin bera árangur Fjöldi einstaklinga sem hafa sent Amnesty International þakkarbréf í gegnum árin votta það að bréfin beri árangur. Þau lýsa öll á einlægan hátt þeim áhrifamætti sem býr í þeirri einföldu aðgerð að setja blek á blað. Fyrir þolendur mannréttindabrota og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Einu bréfi til stjórnvalda er kannski ýtt til hliðar en það er erfitt að hunsa þúsundir slíkra bréfa sem öll fela í sér kröfu til stjórnvalda um úrbætur. Þátttaka Íslendinga, á árinu sem senn er að líða, í aðgerðum í þágu þolenda mannréttindabrota slær öll met. Um 30 þúsund Íslendingar eða 10 prósent landsmanna tóku þátt í 150 þúsund aðgerðum Íslandsdeildarinnar á árinu 2013. Þeir sem ekki komast á einhvern þeirra staða sem að bréfamaraþonið er haldið geta tekið þátt á netákallssíðu Íslandsdeildar Amnesty International.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira