Innlent

Fjárveiting til þjóðkirkjunnar hækkar

Þjóðkirkjan fær 1.474 milljónir króna í fjárlögum næsta árs.
Þjóðkirkjan fær 1.474 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Mynd/Vilhelm
Heildarfjárveiting til þjóðkirkjunnar hækkar á næsta ári í nýju fjárlagafrumvarpi, fer úr 1.439 milljónum á þessu ári og í 1.474 milljónir 2014. Hækkunin nemur um 2,5% á milli ára.

Fjárveiting til kirkjumála hækkar um 44,5 milljónir króna frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar almennar verðlagsbreytingar sem nema alls 156,4 milljónum króna. Með þeim meðtöldum hækka útgjöldin um 200,9 milljónir á milli ára.

Gert er ráð fyrir því að sóknargjöld aukist um 65,5 milljónir króna á næsta ári að frátöldum verðlagshækkun sem nema 61,8 milljónum. Þessari hækkun er ætlað að vega á móti skerðingum fyrri ára samkvæmt samkomulagi þar um. Hækkunin nemur 55 milljónum króna til sókna þjóðkirkjunnar sem fái þar með 100 milljónir króna aukaframlag árið 2014, en 10,5 milljónir til annarra trúfélaga sem fái þar með 17,5 milljónir í aukaframlag. 


Tengdar fréttir

Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður

Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur.

Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili.

Stefna á hallalaus fjárlög

Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni.

Kaldar kveðjur í fjárlögum

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar.

Barna- og vaxtabætur lækka

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna.

Milljónir í eflingu löggæslu

Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður.

Tekjuskattur lækkar

Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%.

Skólagjöld hækka um 25 prósent

Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum.

Hætt við stækkun FSU

Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna.

„Þjóðin sjálf á höfuðvaldið“

Forsetinn lagði út frá grein Jóns Sigurðssonar frá árinu 1841 í ræðu sinni og sagði hann greinina móta grundvöll að lýðræðishefð Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×