Innlent

„Þjóðin sjálf á höfuðvaldið“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í ræðustól á Alþingi í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í ræðustól á Alþingi í dag. mynd/Gunnar V. Andrésson
„Þjóðin sjálf á höfuðvaldið og enginn á með að skera úr málefnum, nema samkvæmt vilja flestra meðal þjóðarinnar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í setningarræðu sinni á Alþingi í dag og vitaði orða Jóns Sigurðssonar í greininni um alþing á Íslandi sem birtist í fyrsta árgangi Nýrra félagsrita árið 1841.

Forsetinn lagði út frá þessari grein Jóns í ræðu sinni og sagði hann greinina móta grundvöll að lýðræðishefð Íslendinga. Hann sagðir þróunina frá þessum tíma og til lýðræðisskipunar okkar daga væri á margan hátt byltingakennd enda lýðræði ekki fastmótað form eða endastöð heldur vakandi leit, vegferð til aukins frelsis, framfara og ábyrgðar.

Forsetinn segir kjarnann vera þann sama í dag og á tímum Jóns Sigurðssonar, sýnin á kjörna fulltrúa og stöðu þingsins, tilganginn með störfum þess og aðhaldið frá þjóðinni.

„Þá að eins má fulltrúaþingið verða að gagni, þegar menn í fyrstu eru sannfærðir um, að það megi gjöra gagn, og síðan leggjast allir á eitt að haga því sem best, kippa því í lag samám saman sem í öndverðu kynni að hafa tekist miður.“ Þetta er meðal þess sem forsetinn las upp úr grein Jóns.

Hann lauk ræðunni á að hægt væri að víkja að mörgu, sérstaklega eftir þau umskipti sem orðið hefðu orðið í kjölfar kosninga en að boðskapur Nýtta félagsrita lýsti því sem mestu máli skipti og óþarfi að reyna að orða hann á annan veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×