Sagðist ekki vita hvort Nigella notaði eiturlyf Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 21:43 Saatchi sagðist einnig vera hryggbrotinn yfir því að hafa glatað Nigellu. Mynd/Nordicphotos/Getty Charles Saatchi, fyrrverandi eiginmaður stjörnukokksins Nigellu Lawson, sagði fyrir rétti í Bretlandi í dag að hann vissi ekki sjálfur hvort hann tryði þeim ásökunum sem borna eru upp á fyrrverandi konu hans, þess efnis að hún væri eiturlyfjafíkill. Sky News greina frá þessu. Hann sagðist einnig steinhissa á að tölvupóstur sem hann sendi henni þar sem hann fjallaði um meinta eiturlyfjanotkun hennar hefði verið gerður opinber. Fyrir réttinum sagði Saatchi að hann hefði aldrei sjálfur orðið vitni af eiturlyfjanotkun Nigellu, en dómsmálið snýst um fjársvik sem fyrrverandi aðstoðarkonur Nigellu, Elisabetta og Francesca Grillo, eru sakaðar um gegn henni. Þær eru sagðar hafa svikið háar fjárhæðir af þeim hjónunum en halda því sjálfar fram að þær hafi fengið leyfi frá Nigellu fyrir fjárútlátunum gegn því að halda eiturlyfjaneyslu hennar leyndri. Saatchi sagðist með tölvupóstinum hafa verið að gera ráð fyrir að systurnar myndu nota þessar ásakanir sínar sem vörn í sakamálinu. Hann hélt því fram fyrir rétti í dag að hann hefði aldrei orðið var við neitt sem benti til þess að fyrrverandi kona hans neytti eiturlyfja. Hann sagðist einnig vera hryggbrotinn yfir því að hafa glatað Nigellu, en parið gekk í gegnum erfiðan skilnað á árinu og óskað Saatchi þess í vitnisburði sínum að allt síðasta ár hefði aldrei átt sér stað. Þegar bornar voru upp á hann myndir af þeim á veitingastað þar sem virðist sem hann taki Nigellu hálstaki sagði Saatchi að hann hefði hvorki verið að kyrkja Nigellu né meiða hana með öðrum hætti: „Ég hélt höfði hennar upp með því að halda um háls hennar og láta hana einbeita sér,“ sagði Saatchi. Hann sagði það hafa verið hugmynd Nigellu að láta systurnar hafa kreditkort þar sem þær sáu um innkaup fyrir heimilið og var það hluti af starfi þeirra sem aðstoðarkonur. Þá neitaði hann því að Nigella hefði nokkurn tímann leyft starfsfólki þeirra að eyða peningum hjónanna að vild. Systurnar hafa einnig haldið því fram að Nigella hafi komið fram við þær eins og þræla og sagt að komið hafi verið fram við þær með verri hætti en filippseyska þræla. Saatchi sagði það af og frá, hann sagði Nigellu mjög góðan vinnuveitanda og að starfsmenn þeirra hafi dýrkað hana. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Charles Saatchi, fyrrverandi eiginmaður stjörnukokksins Nigellu Lawson, sagði fyrir rétti í Bretlandi í dag að hann vissi ekki sjálfur hvort hann tryði þeim ásökunum sem borna eru upp á fyrrverandi konu hans, þess efnis að hún væri eiturlyfjafíkill. Sky News greina frá þessu. Hann sagðist einnig steinhissa á að tölvupóstur sem hann sendi henni þar sem hann fjallaði um meinta eiturlyfjanotkun hennar hefði verið gerður opinber. Fyrir réttinum sagði Saatchi að hann hefði aldrei sjálfur orðið vitni af eiturlyfjanotkun Nigellu, en dómsmálið snýst um fjársvik sem fyrrverandi aðstoðarkonur Nigellu, Elisabetta og Francesca Grillo, eru sakaðar um gegn henni. Þær eru sagðar hafa svikið háar fjárhæðir af þeim hjónunum en halda því sjálfar fram að þær hafi fengið leyfi frá Nigellu fyrir fjárútlátunum gegn því að halda eiturlyfjaneyslu hennar leyndri. Saatchi sagðist með tölvupóstinum hafa verið að gera ráð fyrir að systurnar myndu nota þessar ásakanir sínar sem vörn í sakamálinu. Hann hélt því fram fyrir rétti í dag að hann hefði aldrei orðið var við neitt sem benti til þess að fyrrverandi kona hans neytti eiturlyfja. Hann sagðist einnig vera hryggbrotinn yfir því að hafa glatað Nigellu, en parið gekk í gegnum erfiðan skilnað á árinu og óskað Saatchi þess í vitnisburði sínum að allt síðasta ár hefði aldrei átt sér stað. Þegar bornar voru upp á hann myndir af þeim á veitingastað þar sem virðist sem hann taki Nigellu hálstaki sagði Saatchi að hann hefði hvorki verið að kyrkja Nigellu né meiða hana með öðrum hætti: „Ég hélt höfði hennar upp með því að halda um háls hennar og láta hana einbeita sér,“ sagði Saatchi. Hann sagði það hafa verið hugmynd Nigellu að láta systurnar hafa kreditkort þar sem þær sáu um innkaup fyrir heimilið og var það hluti af starfi þeirra sem aðstoðarkonur. Þá neitaði hann því að Nigella hefði nokkurn tímann leyft starfsfólki þeirra að eyða peningum hjónanna að vild. Systurnar hafa einnig haldið því fram að Nigella hafi komið fram við þær eins og þræla og sagt að komið hafi verið fram við þær með verri hætti en filippseyska þræla. Saatchi sagði það af og frá, hann sagði Nigellu mjög góðan vinnuveitanda og að starfsmenn þeirra hafi dýrkað hana.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira