Stórafmælið lendir á nýjum biskupi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. ágúst 2013 09:00 Frá vígsluathöfninni í fyrra. Í gær var ár liðið frá þessari stundu þegar Sólveig Lára var vígð til biskupsdóms á Hólum. Hér er hún með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra. Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. „Hún verður því í sviðsljósinu hjá okkur,“ segir Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sem í gær gat sjálf fagnað en þá var eitt ár liðið frá því hún varð vígslubiskup á Hólum. „Á föstudagskvöldið verður opnuð sýning sem Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og einn helsti sérfræðingur okkar á sviði kirkjubyggingarlistar, og Guðmundur Oddur Magnússon prófessor hafa tekið saman um kirkjubygginguna,“ segir Hólabiskup. „Á laugardag verður frumsýnt nýtt leikrit um Sabinsky múrarameistara sem byggði kirkjuna, það er mikið drama. Leikritið skrifaði Björg Baldursdóttir, kennari við Grunnskólann á Hólum, en það eru félagar úr Leikfélagi Hofsóss sem leika undir stjórn Maríu Grétu Ólafsdóttur.“ Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun predika. Ásamt fleiri uppákomum mun Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngja einsöng. Hólaræðan að þessu sinni kemur í hlut Vilhjálms Egilssonar, rektors Háskólans á Bifröst. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. „Hún verður því í sviðsljósinu hjá okkur,“ segir Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sem í gær gat sjálf fagnað en þá var eitt ár liðið frá því hún varð vígslubiskup á Hólum. „Á föstudagskvöldið verður opnuð sýning sem Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og einn helsti sérfræðingur okkar á sviði kirkjubyggingarlistar, og Guðmundur Oddur Magnússon prófessor hafa tekið saman um kirkjubygginguna,“ segir Hólabiskup. „Á laugardag verður frumsýnt nýtt leikrit um Sabinsky múrarameistara sem byggði kirkjuna, það er mikið drama. Leikritið skrifaði Björg Baldursdóttir, kennari við Grunnskólann á Hólum, en það eru félagar úr Leikfélagi Hofsóss sem leika undir stjórn Maríu Grétu Ólafsdóttur.“ Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun predika. Ásamt fleiri uppákomum mun Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngja einsöng. Hólaræðan að þessu sinni kemur í hlut Vilhjálms Egilssonar, rektors Háskólans á Bifröst.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira