Ofursunnudagur á Englandi Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2013 10:00 Verður Robin van Persie aftur hetja Man. Utd á sunnudaginn eða ná þeir bláklæddu fram hefnd gegn erkifjendunum? Mynd/NordicPhotos/Getty Fjölmargir áhugaverðir leikir fara fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sá stærsti er án efa slagurinn um Manchester-borg er heimamenn í City taka á móti leikmönnum United klukkan 15.00 á morgun. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið magnaðir og muna margir eftir sigurmarki Robin van Persie í uppbótartíma þegar Englandsmeistararnir unnu ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City einmitt á Etihad-vellinum. Framherjinn setti boltann laglega í netið beint úr aukaspyrnu og slökkti í stuðningsmönnum heimaliðsins.Rooney mikið í umræðunni Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið mikið í umræðunni á tímabilinu en hann vildi fara frá United í sumar. Leikmaðurinn hefur verið að spila vel í upphafi mótsins en Rooney skoraði tvö mörk fyrir Rauðu djöflana í leiknum fyrir tæpu ári. „Wayne Rooney hefur verið magnaður fyrir okkur á þessari leiktíð. Hann hefur æft vel og hefur sýnt öllum hversu mikill atvinnumaður hann er,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. „Þetta er þriðji stórleikur okkur á tímabilinu og álagið á okkur hefur verið gríðarlegt. Nágrannaslagir eru alltaf skemmtilegir og ég upplifði marga slíka þegar ég stýrði Everton. Ég veit vel hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir stuðningsmenn okkar“. Bæði lið hafa unnið tvo leiki, tapað einum og gert eitt jafntefli. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vinna í Meistaradeildinni í vikunni og það veitti liðinu það sjálfstraust sem hefur vantað,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi í gær. Liðið vann auðveldan sigur á Viktoria Plzen ytra 3-0 á þriðjudagskvöld. „Vincent Kompany hefur verið að æfa vel í vikunni og verður líklega klár í slaginn,“ sagði Pellegrini. Fyrirliðinn hefur verið meiddur, sem hefur haft slæm áhrif á varnarleikinn. Knattspyrnusérfræðingar í heiminum spá þessum tveimur liðum velgengni á tímabilinu og getur vel farið svo að nágrannarnir berjist á ný um enska meistaratitilinn. Það er mikilvægt að gefa tóninn og sýna hver er í raun stóri bróðir í Manchester, þeir rauðu eða þeir bláu.Íslendingaslagur í Cardiff Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, mætast á Cardiff City-vellinum í Wales á sunnudaginn. Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með níu stig og hefur liðið farið vel af stað í deildinni. Gylfi Þór skoraði tvö mörk fyrir lið sitt í síðasta deildarleik gegn Norwich og hefur verið sjóðandi heitur bæði með íslenska landsliðinu og Lundúnaliðinu. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni en landsliðsfyrirliðinn náði þeim merka áfanga þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Manchester City 3-2 í annarri umferð. Borgarslagur og Íslendingaslagur fram undan á morgun. Hér til hliðar má sjá leiki helgarinnar í enska boltanum og á hvaða stöðum þeir eru sýndir Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Fjölmargir áhugaverðir leikir fara fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sá stærsti er án efa slagurinn um Manchester-borg er heimamenn í City taka á móti leikmönnum United klukkan 15.00 á morgun. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið magnaðir og muna margir eftir sigurmarki Robin van Persie í uppbótartíma þegar Englandsmeistararnir unnu ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City einmitt á Etihad-vellinum. Framherjinn setti boltann laglega í netið beint úr aukaspyrnu og slökkti í stuðningsmönnum heimaliðsins.Rooney mikið í umræðunni Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur verið mikið í umræðunni á tímabilinu en hann vildi fara frá United í sumar. Leikmaðurinn hefur verið að spila vel í upphafi mótsins en Rooney skoraði tvö mörk fyrir Rauðu djöflana í leiknum fyrir tæpu ári. „Wayne Rooney hefur verið magnaður fyrir okkur á þessari leiktíð. Hann hefur æft vel og hefur sýnt öllum hversu mikill atvinnumaður hann er,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. „Þetta er þriðji stórleikur okkur á tímabilinu og álagið á okkur hefur verið gríðarlegt. Nágrannaslagir eru alltaf skemmtilegir og ég upplifði marga slíka þegar ég stýrði Everton. Ég veit vel hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir stuðningsmenn okkar“. Bæði lið hafa unnið tvo leiki, tapað einum og gert eitt jafntefli. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vinna í Meistaradeildinni í vikunni og það veitti liðinu það sjálfstraust sem hefur vantað,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi í gær. Liðið vann auðveldan sigur á Viktoria Plzen ytra 3-0 á þriðjudagskvöld. „Vincent Kompany hefur verið að æfa vel í vikunni og verður líklega klár í slaginn,“ sagði Pellegrini. Fyrirliðinn hefur verið meiddur, sem hefur haft slæm áhrif á varnarleikinn. Knattspyrnusérfræðingar í heiminum spá þessum tveimur liðum velgengni á tímabilinu og getur vel farið svo að nágrannarnir berjist á ný um enska meistaratitilinn. Það er mikilvægt að gefa tóninn og sýna hver er í raun stóri bróðir í Manchester, þeir rauðu eða þeir bláu.Íslendingaslagur í Cardiff Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, mætast á Cardiff City-vellinum í Wales á sunnudaginn. Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með níu stig og hefur liðið farið vel af stað í deildinni. Gylfi Þór skoraði tvö mörk fyrir lið sitt í síðasta deildarleik gegn Norwich og hefur verið sjóðandi heitur bæði með íslenska landsliðinu og Lundúnaliðinu. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni en landsliðsfyrirliðinn náði þeim merka áfanga þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Manchester City 3-2 í annarri umferð. Borgarslagur og Íslendingaslagur fram undan á morgun. Hér til hliðar má sjá leiki helgarinnar í enska boltanum og á hvaða stöðum þeir eru sýndir
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira