Fótbolti

Cisse mun ganga af velli ef hann verður fyrir kynþáttaníði

Cisse í leik með Krasnodar.
Cisse í leik með Krasnodar.
Hinn reyndi framherji, Djibril Cisse, er þessa dagana á mála hjá rússneska liðinu Kuban Krasnodar en hann spilaði áður meðal annars með Liverpool og QPR.

Þó nokkuð hefur borið á kynþáttafordómum á leikjum í rússneska boltanum og Yaya Toure, leikmaður Man. City, kvartaði einmitt yfir kynþáttaníði eftir leik Man. City og CSKA Moskvu í Meistaradeildinni.

Það mál er í skoðun hjá UEFA en Toure hefur stungið upp á því að svartir leikmenn sniðgangi HM í Rússlandi árið 2018.

Cisse segist ekki hafa orðið fyrir neinu kynþáttaníði í Rússlandi en hann er klár á því hvað hann gerir ef slíkt kemur upp.

"Fólk þarf að fara að átta sig á því og sætta sig við að fólk af öllum kynþáttum spilar fótbolta. Það sem er spes er að einn besti leikmaður CSKA er svartur. Stuðningsmenn félagsins fatta ekki einu sinni hvað þeir eru að gera. Þetta er heimskulegt," sagði Cisse.

"Ef ég lendi í einhverju svona þá mun ég einfaldlega labba af vellinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×