Roller Derby komið á fullt á Íslandi - Ætla út að keppa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. október 2013 17:26 Á myndinni til vinstri má sjá íslenskar stelpur á æfingu. Á þeirri hægri má sjá Guðnýju keppa í Roller Derby í Bandaríkjunum „Roller Derby á Íslandi hefur farið rólega af stað en núna er íþróttin að byrja á fullu,“ segir Guðný Jónsdóttir, stofnandi Roller Derby á Íslandi. „Ég stofnaði hópinn fyrir tveimur árum hér á landi en ég hef verið að spila í nokkur ár þar sem ég bjó í Atlanta í Bandaríkjunum.“ „Ég flutti heim í sumar og núna erum við tvær, ég og önnur sem var að flytja heim frá Þýskalandi þar sem hún hefur verið að spila. Við erum báðar með mikla reynslu og höfum verið að keppa, þetta er því að fara betur í gang þegar við erum komnar,“ segir Guðný. Hún segir að það séu margar stelpur sem séu búnar að vera að æfa íþróttina hér á landi síðustu tvö ár og þær séu orðnar mjög færar á skautum. „Þær eru orðnar mjög flottar sem einstaklingar, en kunna kannski ekki alveg réttu æfingarnar til að spila leikinn.“ Guðný segir stelpurnar hafa skoðað myndbönd á YouTube til að læra. Guðný tók síðan myndbönd af sjálfri sér að gera æfingar sem stelpurnar fóru eftir. „Það er mjög gaman hvað þær hafa farið vel af stað með þetta og verið áhugasamar.“ Hún segir að þær hafi ekki getað æft mikið í sumar, þar sem boltasalurinn í Iðnaskólanum þar sem þær hafi æft hingað til hafi verið lokaður. Þær þurftu því að æfa úti en það var erfitt vegna þess að oft rigndi mikið. Æfingarnar komnar á fullt En nú er æfingarnar byrjaðar á fullu. Þær fara fram í salnum í Iðnskólanum tvisvar í viku. Á miðvikudögum er æfing fyrir byrjendur en á þriðjudögum er æfing fyrir lengra komna. Guðný segir að nú séu þær komnar með nýjan sal í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þær hafa aðgang að honum á sunnudagskvöldum, þá komi þær allar saman til að spila. Þar sé hægt að spila leikinn löglega og þar eru einnig áhorfendapallar. „Það er gott að vera með löglegan sal, við þurfum að æfa okkur í að keppa þar sem við stefnum á að fara á norðurlandamót Roller Derby í Malmö næsta sumar,“ segir Guðný. Guðný segir að á sunnudaginn ætli þær að hafa hrekkjavökuæfingu. Þær ætli allar að mæta í búning og hún segir að allar stelpur séu velkomnar. „Ég minni líka á byrjendaæfingarnar á miðvikudögum, það væri gaman að fá fleiri stelpur í þetta skemmtilega sport. Við erum með auka skauta, hlífar og hjálma fyrir þær sem vilja koma og prófa.“ Fyrir þá sem ekki vita hvað Roller Derby er myndbandsbút úr myndinni Whip It sem fjallar um bandaríska stelpu sem byrjar að æfa sportið. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
„Roller Derby á Íslandi hefur farið rólega af stað en núna er íþróttin að byrja á fullu,“ segir Guðný Jónsdóttir, stofnandi Roller Derby á Íslandi. „Ég stofnaði hópinn fyrir tveimur árum hér á landi en ég hef verið að spila í nokkur ár þar sem ég bjó í Atlanta í Bandaríkjunum.“ „Ég flutti heim í sumar og núna erum við tvær, ég og önnur sem var að flytja heim frá Þýskalandi þar sem hún hefur verið að spila. Við erum báðar með mikla reynslu og höfum verið að keppa, þetta er því að fara betur í gang þegar við erum komnar,“ segir Guðný. Hún segir að það séu margar stelpur sem séu búnar að vera að æfa íþróttina hér á landi síðustu tvö ár og þær séu orðnar mjög færar á skautum. „Þær eru orðnar mjög flottar sem einstaklingar, en kunna kannski ekki alveg réttu æfingarnar til að spila leikinn.“ Guðný segir stelpurnar hafa skoðað myndbönd á YouTube til að læra. Guðný tók síðan myndbönd af sjálfri sér að gera æfingar sem stelpurnar fóru eftir. „Það er mjög gaman hvað þær hafa farið vel af stað með þetta og verið áhugasamar.“ Hún segir að þær hafi ekki getað æft mikið í sumar, þar sem boltasalurinn í Iðnaskólanum þar sem þær hafi æft hingað til hafi verið lokaður. Þær þurftu því að æfa úti en það var erfitt vegna þess að oft rigndi mikið. Æfingarnar komnar á fullt En nú er æfingarnar byrjaðar á fullu. Þær fara fram í salnum í Iðnskólanum tvisvar í viku. Á miðvikudögum er æfing fyrir byrjendur en á þriðjudögum er æfing fyrir lengra komna. Guðný segir að nú séu þær komnar með nýjan sal í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þær hafa aðgang að honum á sunnudagskvöldum, þá komi þær allar saman til að spila. Þar sé hægt að spila leikinn löglega og þar eru einnig áhorfendapallar. „Það er gott að vera með löglegan sal, við þurfum að æfa okkur í að keppa þar sem við stefnum á að fara á norðurlandamót Roller Derby í Malmö næsta sumar,“ segir Guðný. Guðný segir að á sunnudaginn ætli þær að hafa hrekkjavökuæfingu. Þær ætli allar að mæta í búning og hún segir að allar stelpur séu velkomnar. „Ég minni líka á byrjendaæfingarnar á miðvikudögum, það væri gaman að fá fleiri stelpur í þetta skemmtilega sport. Við erum með auka skauta, hlífar og hjálma fyrir þær sem vilja koma og prófa.“ Fyrir þá sem ekki vita hvað Roller Derby er myndbandsbút úr myndinni Whip It sem fjallar um bandaríska stelpu sem byrjar að æfa sportið.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira