Enski boltinn

Pulis farið að klæja í puttana

Tony Pulis.
Tony Pulis.
Tony Pulis hefur verið atvinnulaus síðan hann fór frá Stoke City í sumar. Stjórinn segist vera orðinn eirðarlaus og vill komast aftur í þjálfun.

Pulis er talinn líklegasti arftaki Ian Holloway hjá Crystal Palace.

"Sögusagnir eru sögusagnir. Ég hef notið þess að vera í fríi en nú er mig farið að klæja í puttana að þjálfa aftur," sagði Pulis.

"Það var mikilvægt að fá þessa hvíld. Ég hef fengið áhuga frá félögum en ekki enn fundið rétta starfið fyrir mig."

Veðbankar á Englandi telja líklegast að Pulis fái starfið hjá Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×