Innlent

Þórunn ráðin framkvæmdastýra Samfylkingarinnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir er fyrrverandi alþingismaður, þingflokksformaður og umhverfisráðherra.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er fyrrverandi alþingismaður, þingflokksformaður og umhverfisráðherra.
Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Samfylkingarinnar.

Þórunn er fyrrverandi alþingismaður, þingflokksformaður og umhverfisráðherra. Hún var fyrsti formaður Röskvu og hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, sendifulltrúi hjá Rauða krossinum og framkvæmdastýra Kvennalistans. Þórunn var nú síðast aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar.

„Það er mikið ánægjuefni að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi fallist á að taka að sér framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Hún þekkir innviði flokksins betur en flestir aðrir og hefur gríðarlega reynslu af stjórnmálastarfi. Ekki spillir fyrir að hún nýtur mikils trausts meðal flokksmanna og hlaut flest atkvæði í flokksstjórnarkjöri á landsfundi í febrúar. Við hlökkum til að fá Þórunni til starfa“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×